26.6.2007 | 21:48
Gleðifréttin.
Það sem stendur uppúr í fréttum kvöldsins að mati undirritaðrar var fréttin sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra stóð fyrir.Hún tilkynnti að búið væri að koma því í gegn og ákveða stórátak til þess eyða biðlistum Greiningarstöðvarinnar. Þetta framtak er vonandi bara eitt af mörgum og er vonandi tákn um nýjar áherslur og nýja tíma í þessu landi. Næsta skrefið hvað þetta verkefni varðar er að fjölga úrræðunum hjá ríki ,bæ og inn í skólunum, um stuðning fyrir þá sem kom til með að þurfa á þeim að halda. Ég leyfi mér að vera bjartsýn í þeim efnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.