Týndi hópurinn.

Hlustaði á Ísland í dag í gærkvöld. Þar var Jóhanna félagsmálaráðherra í viðtali. Hún var spurð um forgangsverkefnin í ráðuneytinu hennar og upplýsti hún hlustendur um þau skilmerkilega. Öll þörf, mikilvæg og langsvelt en einn málaflokkinn skyldi hún eftir og þótti undirritaðri það miður. Það er málaflokurinn húsnæðismál fyrir láglaunafólk, þar sem er ein fyrirvinna með börn,karl eða kona eða einhleypingar. Það er eins og þessi hópur sé ekki til í landinu. Samt er vitað að verkafólk, umönnunarstéttir, skólaliðar, leikskólaliðar og fleiri fá laun um 150 þús kr.á mánuði eða minna.  Húsaleiga og kaup á húsnæði er ekki raunhæft val fyrir fólk í þessari stöðu.  Hvernig stendur á því að stjórnvöld og það á vinstri kantinum vekja aldrei máls á  þessu.  Láglaunafólkið sjálft talar adrei um þetta á opinberum vettvangi. Veit ekki afhverju. Kannski skortir það kjark til þess, krafta eða er feimið. Þetta fólk á ekki kost á að fá húsnæðislán vegna greiðslumatsins sem krafist er. Láglaunamálefnin eru bara ekkert rædd. Hálaunastefna, gróði, þotuliðið það er miklu skemmtilegra umræðuefni. Svo heyríst forstjóri Fjölskylduhjálparinnar, í kvöld, biðla til ríka fólksins um ölmusu handa þúsundum Íslendinga sem eiga ekki fyrir mat. Viljum við svona þjóðfélag. Þarna erum við farin að líkjast ameríska kerfinu ískyggilega. Þar sem félagslega kerfið er í molum og fátæka fólkið verður að treysta á ölmusur og góðsemi ríka fólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband