Blaðið í dag.

Er búin að kíkja í þrjú dagblöð í dag og man mest úr Blaðinu. Þar var m.a. grein sem upplýsti að Ellen Kristjáns, söngkonan með krúttlegu röddina,  gaf húsgögnin sín til Götusmiðjunnar sem er flott.  Hún greindi frá öðru sem er ekki eins flott.Hún sagði, að yfirvöld borga ekki fyrir nám á grunnskólastigi fyrir 15 ára unglinga sem þar eru í meðferð.  Þetta getur ekki verið satt. Hlýtur að vera hægt að kippa því í liðinn. Ef lögheimilissveitarfélag unglinganna vilja ekki borga, sem er ótrúlegt ætti að vera hægt að biðla til auðkýfinganna góðu með lágu skattanaGetLost þeir gera það örugglega með glöðu geði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér með Ellen, hún er yndisleg söngkona og flott yfirhöfuð.  Fíknisjúkdómar eru því miður hluti af heilbrigðisvandamálinu og það á aldrei að þurfa að vera undir frjálsum framlögum komið hvernig rekstri meðferðarheimila reiðir af.  Þetta á að greiðast af fjárlögum eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta og svo geta millarnir gefið þegar þeir eru í stuði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nákvæmlega en illt að þurfa að vera háður duttlungum góðgerðarmanna.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.6.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband