Skaðvaldurinn Steingrímur.

Það var grátbroslegt að lesa viðtalið við Steingrím J.í Fréttablaðinu  þar sem hann lýsti því hvernig hann reyndi að binda hendur Samfylkingarinnar þannig að það yrði fyrst að tala við hann áður en hún mætti tala við aðra flokka.  Fram hefur komið að Stengrímur reyndi mikið að komast í samstarf með Sjálfstæðisflokkunm og hefur hann ekki neitað því. Að mínum dómi finnst mér að Steingrímur ætti að fara að hugsa sinn gang alvarlega. Nú boðar hann að nú skuli Samfylkingin fá að finna til tevatnsins. Hvert er markmið þessa manns í stjórnmálum.  Hann hafnaði að taka þátt í samstöðu vinstri manna þrátt fyrir áratuga baráttu vinstri manna um að ná stóru mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Hann kaus að rjúfa samstöðu vinstri manna og stofna eigin flokk án nokkurs tilgangs nema til að þjóna eigin duttlungum. Hvers vegna gat Steingrímur J. ekki tekið þátt í stofnun Samfylkingarinnar með Margréti Frímannsdóttur og öðrum jafnaðarmönnum.á sínum tíma. Svarið er eins og allir vita hann tapaði fyrir Margréti í formannskosningu í Alþýðubandalaginu. Þar með var stolt þessa mikla manns sært og í stað þess að fylkja liði með vinsti mönnum á Íslandi ákvað hann að stofna nýjan flokk með gömlu kommunum úr Alþýðubandalaginu. Nú er Steingrímur búinn að finna nýjan óvin sem er forysta Samfylkingarinnar. Markmiðið er að höggva á ný skarð í sameinaðan flokk vinstri manna á Íslandi. Hvað er eiginlega að þessum manni?  Ég veit að ég tala fyrir munn tugþúsunda vinstri manna á Íslandi sem eru búnir að fá yfir sig nóg af þessum kjaftaski. Er hann ekki búinn að skaða nóg samstöðu alþýðufólks á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Steingrímur lætur eins og smákrakki, frekur smákrakki sem vill allt fá. Hann skýtur bara sjálfan sig aftur og aftur í fótinn með þessu væli, hann geir útaf við vinstri-græna á endanum.

Huld S. Ringsted, 2.7.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Linda

Ég nennti ekki einu sinni að lesa þetta væl hans.

Linda, 6.7.2007 kl. 01:22

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ef það væri hægt að mæla kærleikann í þessum stjórnmálamönnum, þá mundi maður kannski vita betur hvern á að kjósa, þið vitið: Elska skalt þú náungann eins og sjálfan þig...  Koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig, ekki hugsa bara um framapot og eiginhagsmuni, eða kannski bara hafa smá vott af væntumþykju og umburðalyndi o.s.frv...  Því miður virðist fólki almennt mikið skorta þetta í dag...

Bryndís Böðvarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband