Hverjir bera ábyrgð á verðhækkunum.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um að verðhækkanir í matvöruverslunum hafi verið meiri en efni stóðu til og eða að verðlækkanir hafi verið minni en efni stóðu til vegna lækkunar á virðisaukaskatti í mars og hagstæðrar gengisþróunar. ASÍ hefur gert verðkannanir og niðurstöður þeirra er út af fyrir sig enginn að gagnrýna. Spurningin er hins vegar sú hver er sökudólgurinn í þessu máli. ASÍ kennir smásöluverslununum um þetta allt saman. Hvað er í gangi? Nennir ASÍ ekki að gera almennilegar kannanir hvað þetta varðar? Auðvitað skiptir innkaupsverðið öllu máli. Ef innlendir framleiðendur hafa hækkað verðið til verslananna þá geta smásöluverslanirnar auðvitað ekki borið það.  Niðurstaðan er sú að ef ASÍ ætlar að draga ályktanir af verðkönnunum sínum verða þeir að nenna að gera almennilegar kannanir sem leiða hið rétta í ljós. Þa eru nefniega tveir endar á spítunni annars vegar innkaupsverð og hinns vegar útsöluverð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband