Að kjafta upp íbúðaverð.

Á undanförnum dögum og vikum hafa dunið á okkur fréttir úr fjölmiðlum um að íbúðaverð sé að hækka mikið, salan sé að stóraukast og mikil bjarsýni ríkjandi á þessum markaði. Í þessu sambandi er vitnað í fasteignasala, hagfræðinga í greingardeildum bankana og fleiri.  Hvað er svo á bak við þetta moldviðri? Samkvæmt opinberum tölum lækkaði íbúðaverð í júní um 0,5%. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 9% á sama tíma og verðbólgan hefur verið 6.5%. Raunhækkun íbúðaverðs hefur verið rúm 2% á þessu tímabili eða heldur minni en aukning kaupmáttar á sama tíma. Til samanburðar hefur úrvalsvísitala hlutabréfa í kauphöll Íslands hækkað um  a.m.k. 40%. Hvern er verið að blekkja með þessum kjaftagangi? Allir vita að veislunni er að ljúka. Kaupmáttaraukning sem byggst hefur á fjárfestingum og erlendum lántökum fer minnkandi. Er verið að blekkja unga fólkið til að þess að það ráðist strax í íbúðarkaup áður en verðið hækkar ennþá meira?  Fáránleiki þessa kjaftagangs kemur ekki síst fram í því að á sama tíma og að þessir aðilar eru að boða hækkun íbúðarverðs þá hafa aldrei erið til fleiri nýjar og óseldar íbúðir. Þessi hagfræði gengur ekki upp. Hér er verið að reyna að kjafta upp íbúðarverð af aðilum sem hafa beinan hag af því að íbúðarverð hækki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband