Bónusmodelið í sérverslunum.

Eins og flestir eru sammála um hefur Bónus unnið þrekvirki í smásöluverlun á landinu.  Lágt vöruverð á nauðsynjavörum hefur verið þeirra sérstaða og meira að segja hefur þeim tekist að hafa sama vöruverð um allt land.  Það er meiri árangur en nokkur verslunarkeðja hefur náð fyrr og síðar.  T.d.  náði Sambandið og kaupfélögin aldrei þessu markmiði.

Bónusmodelið ef svo má segja hefur gengið út á það að hafa tiltölulega fáa starfsmenn í verslunum og hafa neytendur  bjargað sér sjálfir enda eru hér um að ræða einföld vörukaup s.s. matvörur og aðrar nauðsynjavörur til heimilishalds.

Þetta er rifjað upp hér þar sem undirrituð fór í gær í tvær sérverslanir í Smáralind önnur selur tilbúinn fatnað fyrir bæði kynin og hin tölvur og aðrar tæknivörur.  Mér sýnist að Bónusmodelið sé komið í þessar verslanir líka þ.e. mjög fáir starfsmenn. Eftir að hafa staðið dágóða stund og gengið hring eftir hring í leit að starfsfólki án árangurs ákvað ég að yfirgefa svæðið. Þetta starfsmannamodel gengur ekki upp í sérverslunum.

Hér er verið að selja sérhæfðar vörur og viðskiptvinurinn þarf að fá þjónustu og skýringar starfsfólks sem hefur þekkingu á þessum vörum. Eftir þessa verslunarferð er mín niðurstaða sú að það þarf fleiri starfmenn í stóru sérverslanirnar til að gera kúnnann ánægðan og verslunin blómstri. Ég fæ ómögulega skilið að verslun geti gengið ef allir kúnnarnir sem slæðast inn í verslanirnar lenda í eyðimerkurgöngu í leit að starfsfólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Staðreyndin er bara sú að starfsfólk er orðið mjög dýrt og það mjög erfitt að  reka verslanir með  mikið að starfsfólki. Á meðan laun og launatengd  gjöld hafa hækkað mjög mikið hefur verðsamkeppni orðið harðari, verslunum fjölgað og netverslun erlendis frá aukist til muna. Eining er erfiðara er að fá starfsfólk.  Ég held að mér sé óhætt að segja að laun "venjulegs" starfsmanns í verslun sé búin að nærri tvöfaldast á síðustu 5 árum. Ég er alls ekki að segja að starfsfólk eigi ekki skilið hærri laun en það er mjög erfitt þegar verslunin getur ekki hækkað verðið í búðinni og erfitt er að fá fleiri viðskiptavini sökum meiri samkeppni. Í dag ríkir mikið ójafnvægi á vinnumarkaði verslunar. 

Halla Rut , 29.7.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband