Skattalækkanir hægri manna.

Nú í vikunni boðaði Hannes Hólmsteinn til ráðstefnu um skattalækkanir með bandarískum hagfræðiprófessorum. Í fáum orðum var niðurstaða ráðstefnunnar sú að lækka bæri skatta bæði á fyrirtæki og einstaklinga. Þarna birtist draumur hægri manna um að lækka skatta og helst af öllu að afnema þá þannig að hver fjölskylda kaupi bara þá þjónustu sem hún þarf á að halda s.s. heilbrigðisþjónustu, skóla og löggæslu.

Áróður hægri manna gengur út á það að skattar sé neikvætt fyrirbæri sem beri að afmá vegna þess að skattarnir fari í einhverja botnlausa hít og óráðsíu. Hvaða bull er hér á ferðinni eiginlega. Í þessu er mesti misskilningur hægri manna fólginn.  Skattar eru ekkert annað en það að þjóðfélagið ákveður að leggja til hliðar ákveðinn hluta tekna fólks mismunandi mikið eftir efnum og ástæðum hvers og eins til að standa undir sameiginlegum kostnaði og skiptir þar mestu máli heilbrigðisþjónusta, skólar og fjölskyldubætur. Rannsóknir sýna að á Íslandi er mjög lítil spilling hjá opinberum aðilum þannig að fólk getur treyst því að skattarnir eu notaðir til þess að borga opinbera þjónustu sem þegnarnir fá ókeypis eða greiða aðeins fyrir lítinn hluta kostnðarins.

Í þessu sambandi er mjög athyglisvert að á norðurlöndunum t.d Danmörku eru skattarnir mun  hærri en á Íslandi en samt sem áður er hvergi meiri ánægja með skatta og velferðarkerfið en þar. Afhverju skyldi þetta vera?  Þessar niðurstöður er alveg í mótsögn við það sem Hannes og félagar eru að halda fram. Ástæðan er sú að Danir skilja út á hvað þetta gengur.  Þeir borga háa skatta en þeir fá einnig mikið til baka og það er kjarni málsins.  Í Danmörku er heilsugæslan ókeypis, skólarnir ókeypis og meira að segja fá ungmenni styrki til að fara í framhaldsskóla, auk þess eru margvíslegar bætur til fjölskyldna þegar þær eru að ala upp börnin og þurfa mest á stuðningi að halda.

Á hinum endanum eru skattar og velferðarkerfi Bandaríkjanna sem er fyrirmyndaríki  Hannesar og félaga.  Þar þarf fjölskylda sem ætlar að senda unglinga í grunnnám háskóla að greiða eina og hálfa til tvær milljónir í skólagjöld á ári fyrir hvern ungling og ef þú borgar ekki háar stjúkratryggingar þá færðu 3ja flokks sjúkraþjónustu. Vegna ömurlegs velferðarkerfis í Bandaríkjunum eru  milljónir manna ólæsir og óskrifandi í þessu ríkasta þjóðfélagi heims.

Er þetta það sem við kjósum fyrir íslenskt þjóðfélag. Því miður virðist vera einbeittur vilji hægri manna til að koma þessu kerfi á hér á landi hvað sem þeir annars segja því áframhaldandi skattalækkanir á einstaklinga geta ekki leitt til annarrar niðurstöðu.  Sem betur fer eru jafnaðarmenn með hægri mönnum í ríkisstjórn núna. Því verðum við að vona að Ingibjörg Sólrún, Björgvin, Jóhanna og fl. haldi vöku sinni til að koma í veg fyrir að hægri menn nái markmiðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Og þið voruð nottla bæði á ráðstefnunni og getið vottað fyrir að Hannes og félagar voru að leggja þetta til?

Egill Óskarsson, 29.7.2007 kl. 06:06

2 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Fátt er algott eða alvont og það á við hér líka. Hvað viltu segja um lögmálið sem segir að skatttekjur aukist þegar skattar lækka? Það lögmál sannast á okkur.

Ég held að þegar menn tala um óráðsíu með opinbert fé þá sé ekki endilega verið tala um spillingu og kannski alls ekki. Sagan segir okkur að opinbert fé nýtist ekki alltaf nógu vel.

Af hverju má ekki einkareka heilbrigðisþjónustu? Hvað er að því? Löngu kominn tími til þess að hætta að tala um þessi mál eins og um ameríska hrollvekju sé að ræða. Af hverju þarf ríkið að reka fyrirtækin sem sinna þjónustunni? Má ekki gera meira af því en gert er að bjóða þjónustuna út og ríkið borgar. Það er ódýrara fyrir alla og þjónustan er betri. Og ríkið þarf ekki að vera í fyrirtækjarekstri en setur samt skilyrðin og borgar eftir fyrirfram ákveðnum skilmálum, eins og gert er víða í dag. 

Helsugæslan í lágmúla, orkuhúsið, heilsugæslan í salahverfi og læknavaktin eru allt góð dæmi um akkúrat þetta. það er ekkert að óttast. Öðru nær. Heilbrigðisþjónustan hin opinbera ber það með sér að það kerfi er ekki að ganga upp. Hver ánægður með hana? Ekki sjúklingarnir. Ekki sá sem borgar. Og alls ekki starfsfólkið.

Of lág laun og of lítil þjónusta. Of mikið af peningum fara í stjórnsýslu og læknar stunda sjálftöku launa. Löngu kominn tími til að við opnum fyrir fleiri möguleika. En það má ekki nefna. Svipað og með skólana.

Margrét Pála hefur fjallað um galla hins opnibera kerfis með frábærum og myndrænum hætti. Og ekki verður hún með góðu móti sökuð um hægri kreddur!

Kv.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 30.7.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér Rögnvaldur að einkarekstur getur vel komið til greina á ákveðnum sviðum í opinberri þjónustu enda sé þar farið eftir lögmálum um almenna ríkissþjónustu þ.e. að allir hafi jafnan aðgang. Það er hins vegar mikill eðlismunur á einkarekstri og einkavæðingu. Að mínum dómi kemur ekki til greina að einkavæða opinbera þjónustu.

Það er ekkert lögmál til sem segir að skatttekjur aukist þegar skatthlutfall lækkar. Það eina sem er rétt í þessu sambandi er það að ef tekjuskattur fyrirtækja er mjög hár og er lækkaður þá getur verið að skatttekjur lækki ekki í sama hlutfalli vegna þess að hugsanegt er að skattskyldar tekjur fyrirtækja skili sér betur. Þetta á alls ekki við um tekjuskatt launþega. Bandaríkin eru besta dæmið um þetta skattalækkunarkerfi í framvæmd. Þar er tekjuskattur lágur og sérstaklega á háar tekjur sem þýðir einfaldlega að of lítið kemur í kassann til að halda uppi velferðarsamfélagi eins og við viljum hafa það.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.7.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Af hverju á þetta ekki við um skatttekjur launþega? Eru ekki nákvæmlega sömu lögmál sem gilda þar? Mig grunar það.

Rétt hjá þér að fæstir gera neinn greinarmun á einkarekstri og einkavæðingu. Tvennt ólíkt en það er eiginlega búið að eyðileggja allt sem byrjar á einka. Svipað eins og orðið frelsi sem er að verða skammaryrði. Sem er miður því ég held að margir séu hreinlega búnir að gleyma gamla tímanum sem er þó ekkert gamall þegar allt var bannað og höft á flestu. Og stjórnmálamenn réðu í stóru og smáu.

Hver vill það aftur?

Rögnvaldur Hreiðarsson, 30.7.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú virðist vera að misskilja mig, vonandi ekki viljandi.   Þessi ,,skattalögmál'' sem þú nefnir eru ekki til, heldur er hér eingöngu um ísmeygilegan áróður hægri manna að ræða. Bandaríkjamenn hafa reynt þessa ,,teoríu'' og haft lága skattprósentu á háar tekjur og við vitum hver niðurstaðan hefur verið þar. Það þarf lekki lengur vitnanna við.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.7.2007 kl. 14:46

6 identicon

Þessi ísmeygilegi áróður hægri manna teygir anga sína greinilega víðar, allavega varð Nóbelsnefndin fyrir miklum áhrifum. Ég sé ekki hvernig á nokkurn annan hátt, hagfræðingurinn Edward C. Prescott á að hafa fengið nóbelsverðlaun fyrir hagfræðiritgerð sem skrifuð er um áhrif skattalækkana á annan hátt en kvikindislegu plotti áhrifamanna. Þar kemur einmitt fram theorían sem þú setur svo pent í gæsalappir. Svona er illska hægrimanna uppmálið, þeir eru meira að segja byrjaðir að veita verðlaun fyrir eigin áróður.

 Ég hef lúmskan grun um að þú hafir ekki kynnt þér mikla teóríska hagfræði.

blæ (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:27

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Tel mig vera þokkalegan hagfræðing en málið snýst ekki um það.  Málið snýst um það að nota þröngar niðurstöður hagfræðinga í pólítískum tilgangi á rangan hátt.

Allir vita sem vilja vita að velferðakerfi norðurlandanna sem byggir á háum sköttum og skilar fólki miklum gæðum er miklu betra en velferðarkerfi Bandaríkjanna sem byggir á því að hafa lága skatta á háum tekjum. Er það þetta sem við viljum fá fyrir okkar þjóðfélag.  Þessu verða hægri menn að svara hreinskilningslega í stað þess að skýla sér á bak við Bandaríska hagfræðinga.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.8.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband