1.9.2007 | 23:28
Vond þróun.
Þróunin hér á landi undanfarin ár er sú að fólk borgar meira og meira úr eigin vasa fyrir hvers kyns læknaþjónustu. Það er með ólíkindum hvað fólk er syfjað í þessum málum. Hægri stefnan er á lævisan hátt að ná yfirtökum í okkar þjóðfélagi. T.d. er ekki hægt að hugsa sér meiri hægri menn en Árna Mathiesen og Geir Haarde þetta eru dagfarsprúðir menn og koma vel fyrir í fjölmiðlum en þeir eru hægri menn og þeir fagna því ef almenningur þarf að borga meir og meir beint til heilbrigðiskerfisins og skólakerfisins svo að þeir fái tækifæri til að lækka skatta að hætti hægri manna.
Gjöld í heilbrigðiskerfinu í engu samhengi við kostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilegt hvernig þú notar orðasahengið "hægri maður". MInnir á Albert heitinn Guðmundsson sem taldi það ætið nóg að segja, "þetta eru kommar".
Þá var hann að tala um vondu kallana. Mér fannst það aldrei rismikið...
Rögnvaldur Hreiðarsson, 2.9.2007 kl. 19:15
Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu er mismunun og ekkert annað. Þetta verður að stoppa.
Laufey Ólafsdóttir, 3.9.2007 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.