Er áfengi í matvörubúðir lausnin?

Sumum finnst það aldeilis mikið þjóðþrifamál að leyfa sölu á víni og bjór í matvörubúðum.  Þar eru þeir fremstir í flokki frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum, '.

Ef þetta  nær fram að ganga  skrá hugsjónamennirnir sjálfa sig á spjöld sögunnar og verða frægir en á kostnað hverra?

Þeir blása á viðvaranir, reynslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við málið þar sem fram kemur svo óyggjandi sé að slíkt fyrirkomulag auki áfengisneyslu  fólks ekki síst ungmenna, með tilheyrandi heilsufarsvandamálum og kostnaði fyrir samfélagið 

Af umræðunni er ljóst að t.d.foreldrum unglinga á áhættualdri, mökum alkahólista, börnum alkahólista eða þeim sem eru á mörkum þess að vera að ,,falla" vilji ekki þessar vörur í búðirnar.

Það er ekki ofmælt að í frjálshyggjunni gleymist mannlegi þátturinn oftar en ekki. Þar ræður nefnilega eiginhagsmunahyggjan og gróðrasjónarmiðið mestu en samhyggjan og stuðningurinn minnstu.  Hvað ræður þessari ofuráherslu á það að matvöruverslanir taki við sölunni á víni?

Flestum ber saman um að Vínbúðirnar í dag séu að veita mjög góða þjónustu, hafi mikið úrval góðra vína og séu vel aðgengilegar. Þannig að hagræði þeirra sem vilja kaupa vín í matvörubúðum er ekki mikið miðað við alla þá ókosti sem það hefði fyrir þjóðfélagið og rakið er hér að framan.

Til viðbótar er auðvitað alveg sjálfsagt að ríkið græði á áfengisölu og lækki þannig skattana okkar.

Ég trúi ekki að óreyndu að jafnaðarmenn og félagshyggjufólk styðji þetta frumvarp frjálshyggjumanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Ég tek undir með Sif Friðleifs. að það er áhyggjuefni að heilbrigðisráðherra skuli styðja frumvarpið. Þar er greinilega eiginhagsmunagildi ráðherrans en ekki hagsmunir stór hluta þjóðarinnar. Einnig tek ég undir með umboðsmanni barna á Alþingi að það er líka áhyggjuefni ef börn (yngri en 20 ára) eiga að afgreiða áfengi  út úr matvörubúðum. þó það fylgi frumvarpinu að til að geta afgreitt afengi út úr matvöruverslunum verði starfsmaðurinn að hafa náð lögaldri. Allir gera sér grein fyrir á hvaða aldri stór hluti afgreiðslufólks er í matvöruverslunum. Hætta þau þá ? Verða þá færri að afgreiða ? Versnar þá þjónustan?  

Ríkið græðir á sölu áfengis og ríkið þarf líka að blæða fyrir það með dýrara heilbrigðiskerfi.  Alkahólneysla og tóbaksneysla er örugg sjúklingaframleiðsla.

Ég er ekki alveg að kaupa þetta , mér  finnst rökin fyrir frumvarpinu vera of billeg. Þegar reksturinn í heilbrigðiskerfinu er ekki betri en það að það stefnir t.d. í lyfjahallæri hjá ríkisspítalanum vegna gjaldfallina skulda við birgja.  Og ástandið í forvarnarmálum gæti verið mikið betra en það er i dag en oft áður þá þar þarf að mjólka út allar fjárveitingar og styrki. 

Svo voru ein rökin fyrir utan það hvað væri nú þægilegt að geta kippt með sér einni vínflösku í leiðinni með steikinni , að það hvað þetta mun nú auka ferðamannastrauminn !  

Jóhanna Garðarsdóttir, 23.10.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er mjög tvístígandi í þessu máli.

Fyrir einhverjum árum hefði ég hiklaust sagt já en er ekki eins viss í dag ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2007 kl. 23:57

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Segi eins og Gísli, er svolítið tvístígandi í þessu máli. Er þó að hallast alltaf enn meir að sömu skoðun og þú Bára. En þá má líka taka annan vöruflokk og skoða í sama ljósi og það er tóbak. Spurning hvort væri vitlaust að færa það inn í vínbúðirnar.

Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband