Rökleysa í vínumræðunni.

Mjög áberandi í málflutningi þeirra sem vilja fá léttvín og bjór í matvöruverslanir er sú dæmalausa rökvilla að bera það saman þegar bjórnum var bætt við áfengisflóruna og því að fara að selja vín í matvörubúðum.

Með því að byrja að selja bjór var ekki verið að auðvelda aðgengi að áfengi heldur var verið fjölga tegundum áfengis í vínbúðunum. Enda var það bara viðurkenning á þeim staðreyndum að bjór var seldur í öllum öðrum löndum og honum var smyglað til landsins í miklu magni. Þetta er allt annað mál.

Önnur dæmalaus rök sem menn hafa oft á takteiknum er sú skoðun að með því að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum muni það leiða til meira úrvals og betri þjónustu. Þessu er bara ekki hægt að vera sammála. 

Reynslan annarsstaðar sýnir að þessi breyting muni minnka úrvalið og gera þjónustuna lakari og athyglisvert er að fylgjendur aukins aðgengis að áfengi hafa aldrei bent á neitt land þar sem þessi breyting hefur gefist vel.

Í alvöru býst einhver við því að í stórmörkuðunum verði starfsmaður til að leiðbeina og ráðleggja viðskiptavinum hvaða tegund passi best með humarnum eða steikinni?

Í Danmörku þar sem aðgengið að víni er hvað best, fer fólk umvörpum til Svíþjóðar eftir gæðavínum því þar er vínið einmitt í sérverslunum með tilheyrandi úrvali og sérfræðiþjónustu.

Svo er spurning hvort ekki eigi að taka allt tóbak úr matvöruverslunum og sjoppum og selja það eingöngu í vínbúðunum? en undirrituð getur því miður ekki státað að þeirri snilldarhugmynd
Smile .



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Fyrir einhverjum árum síðan var ég mikill fylgismaður þetta að selja ætti allt áfengi í matvöruverlunum en þar sem ég er með 17 ára á heimilinu og annan sem ég einhverntíman eftir að verða 17 ára þá er ég ekki eins viss í dag.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 22:45

2 identicon

Ég er alveg sámmála þér Þórdís í þessu máli, það verður hvorki úrval né
þjónusta í stórmörkuðum það er alveg víst. Ég skil hreinlega ekki þetta
frumvarp, það er mjög góð þjónusta hér á landiþegar kemur að því að selja
þetta löglega vímuefni, margar verslanir vel mannaðar!!

selma olsen (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband