Morgunblaðið skammar Sigurð Kára

Bragð er að þá barnið finnur.  Í staksteinum Morgunblaðsins í dag er fjallað um ,,hina gáfuðu" ungu morfís frjálshyggjumenn  Sjálfstæðisflokksins.  Tilefnið er sú fáránlega tillaga Sigurðar Kára að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. 

Sérstaka athygli vekur að morfísmaðurinn Guðlaugur Þór tekur undir þessa vitleysu.  Þá má nefna sálufélaga Sigurðar Kára, Gísla Martein Baldursson sem hefur á mjög skömmum tíma gert slík axarsköft í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að mjög vafasamt er að flokkurin beri þess nokkurn tímann bætur og muni vera í minnihluta um ókomin ár. 

Skýringin á frama þessara misgáfuðu einstaklinga er sú að þeir eru allir góðir ræðumenn.  En ræðumennska er í mesta lagi 1% af þeim hæfileikum sem stjórnmálamenn verða að hafa til að bera.  Þessir morfísfélagar falla að öllum líkindum undir þann flokk manna sem verða að tala til að geta hugsað.  Einkennin eru þau að í ræðustól eru þessir menn vel skipulagðir og koma frá sér öllu því sem þeir hafa heyrt um eitthvað málefni á mjög trúverðugan hátt.  En vandinn er sá að um leið og þeir koma úr ræðupúltinu þá hverfur allt skipulagið og eftir stendur óskipulögð meðalmennska.

Ræðumennska er mjög ofmetin í íslenskum stjórnmálum en hún er í raun ákveðin náðargáfa en segir ekkert um hæfileika einstaklingaað öðru leiti.  Þannig er t.d. Guðlaugur Þór orðin heilbrigðisráðherra eingöngu út á góða ræðumennsku. Til vitnis um það er að hann sjálfur heilbrigðisráðherrann skuli styðja þá fáránlegu tillögu Sigurðar Kára að heimila sölu áfengis í matvöruveslunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl.

ég ákvað að senda smá fyrirspurn.  ég sá á netinu að þið gáfuð út matreiðslubók á síðasta ári.  ég er mikil áhugamanneskja um mat og matgerð og safna uppskriftarbókum. Eg hef mikinn áhuga á að eignast þessa bók.  ér nokkur möguleiki á því að þú gætir hjálpað mér?? Fyrirgefðu að ég skuli riðjast svona inn á bloggið þitt ?

kv. Steinunn jóhannsd.    steinaj@simnet.is

steinunn jóh. (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta þykir mér merkilegt að málgagn Sjálfstæðisflokkin skuli ganrína þessa þrjá menn. Eða tóku þeir aðeins Sigurð Kára fyrir ?.. Allaveganna voru þessi lukkutröll frelsishyggjunar hvað orðljótust í garð nýs meiri hluta í Reykjavíkurborg.

Geir H Harde  varði bæði Gísla og Siguruð Kára í kastljósi en sagði það skýrt að þeir þyrftu að bera ábyrð á ofumælum sínum og þeir töluðu ekki fyrir flokkin þegar þeir voru með stóryrði í garð Bjarnar Inga Hrafnsonar.

Þetta minnir mig á eina settningu úr ljóði eftir skáld sem ég man ekki hvað heitir..

Ég hefði mátt vita það... Þegar ég kastaði fyrsta grjótinu fékk það margfallt borgað til baka. 

Brynjar Jóhannsson, 29.10.2007 kl. 16:09

3 identicon

Varð Bush forseti Bandaríkjanna út á góða ræðumennsku? Varð Stalín leiðtogi Sovétríkjanna út á hið sama eða þá Adolf Hitler kanslari Þýskalands? Hvað heldur þú Þórdís Bára? Mér flaug þetta í hug þar sem þú heldur að GUðlaugur Þór sé heilbrigðisráðherra vegna snjallrar ræðumennsku. Ástæðurnar eru auðvitað aðrar. Heldur þú að áfengisbölið sé annarrar gerðar, sé áfengið selt drykkjumönnum á vegum ríkisins, en ekki á vegum einkaaðila? Áfengisbölið hefur ekkert með sölumanninn að gera. Heldurðu að þjóðin myndi grennast og öðlast heilbrigði við það eitt að versla í Matvöruverslun ríkisins?, ef sú ágæta búð væri til á annað borð.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 01:01

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég vil auðvitað taka fram að ég líki undir engum kringumstæðum Guðlaugi Þór við mestu valda- og glæpamenn sögunnar það er svo augljóst að það þarf ekki einu sinni að ræða það. Hins vegar verð ég segja að þú gast ekki verið óheppnari Gústaf Níelsson, í samanburðinum þegar þú nefndir Adolf Hitler og spurðir mig hvort ég virkilega héldi að hann hefði komist til valda út á ræðumennsku.  Allir vita sem fylgst hafa með sögunni að glæpamaðurinn og öfugugginn Adolf Hitler komst nákvæmlega til valda út á það hvað hann var sjúklega góður ræðumaður og bókstaflega tryllti heila þjóð þangað hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.11.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband