Svandís og sameining félagshyggjufólks.

Eftir vasklega framgöngu Svandísar Svavarsdóttur í borgarstjórnarklúðrinu liggur nú fyrir að hætt er við sameiningu REI og Geysis.  Þarna virðist vera að koma fram á sjónarsviðið foringi hjá VG sem vekur vonir um að hægt sé að framkvæma það sem Steingrími J. hefur mistekist þ.e. að stuðla að sameiningu vinstri manna. 

Eins og kunnugt er stofnaði Steingrímur J.  VG af því að hann féll í formannskosningu hjá Alþýðubandalaginu fyrir Margréti Frímannsdóttur.  Þetta útspil Steingríms varð til þess að skapa sundrungu meðal félagshyggjufólks á Íslandi í stað þess að sameina það sem hefur verið draumur vinstri manna og félagshyggjufólks um langa hríð.

Með Svandísi er vonandi komin fram sá sterki foringi hjá VG sem með samvinnu við forystumenn Samfylkingarinnar getur sameinað VG og Samfylkinguna í einn stóran jafnaðarmannaflokk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Steingrímur J. stofnaði ekki VG af því að hann tapaði fyrir Margréti í formannskosningu hjá Alþýðubandalaginu. Það komu nefnilega fjölmargir aðrir að stofnun VG sem höfðu engan áhuga á hvort Steingrímur tapaði umræddri kosningu eða ekki. Svokallaðir ,,vinstrimenn" verða seint eða aldrei sameinaðir í einn stjórnmálaflokk, í þeim efnum ber allt of mikið á milli í pólitísku tilliti.

Hinsvegar held ég að það væri svo sem til bóta ef flokkseigendafélag VG hundskaðist yfrí þann ruslahaug sem Samfylkingin er. Ef það gerðist væri ef til vill möguleiki á að stofna raunverulegan Vinstriflokk, Alþýðufylkingu, sem stundaði sína pólitík á grunni sósíalisma og verkalýðshyggju.

Jóhannes Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ekki sammála þessari fullyrðingu varðandi hann Steingrím J Sigfússon og tel það óhjáhvæmilegt að hafa tvo stóra félagshyggjuflokka frekar en einn. Það er allt of langt bil á milli hægri krata og vinnstri náturuverndarsinna til að þeir geti hýst í sama flokki. Oft eru mannréttindasjónarmið það eina sem gera t.d hægri krata að jafnaðarmanni frekar en sjálfstæðismanni og línan þar á milli oft ansi fín og sannast kannski best með Ellert B scraam.

Að sameinaða okkur jafnaðarfólk undir sama hatt er svipað og reyna að troða tveimur fílum inni wolkswagen. Í fyrsta lagi er aðgerðin algjörlega tilgangslaus og í öðru lagi til hins verra. Tveggja flokka kerfi stuðla að meira óréttlæti og minka lýðræðislegt val eins og sannast best í Bandaríkjunum. Mín kenning er sú að það sé best að hafa þetta eins og er og reyna frekar að reyna að láta samfylkinguna og frjálslinda sameinast og einbeita sér að hafa tvo sterka miðju flokka gegn einum hægri.  

Brynjar Jóhannsson, 4.11.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband