28.11.2007 | 11:33
Núverandi réttarkerfi framleiðir öryrkja.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að núverandi réttindakerfi framleiði öryrkja. Má kannski snúa dæminu við og spyrja hvort atvinnulífið framleiði öryrkja? Hvað kemur á undan hænan eða eggið? Hvernig er búið að fólki í atvinnulífinu, hvað er vinnuálagið mikið, hvernig eru launin? Duga þau til framfærslu þar sem ein fyrirvinna er, tala nú ekki um ef fyrirvinnan er með barn á framfæri. Er fólk hissa á því að heilsan gefi sig þegar kostnaður við daglegt líf er eins hár og raun ber vitni og lágu launin eins og þau eru. Það er rétt að það að komast á örorku er eina úrræðið fyrir marga hvað varðar að fá launin aðeins upp. Starfsmaður á leikskóla í 100% starfi, ef hann er foreldri fær meira í budduna verandi öryrki vegna þess að hann fær barnalífeyri ofan á meðlag með því móti. Að sjálfsögðu reynir fólk að bjarga sér. En þetta gerir fólk fyrst eftir að það er orðið úrvinda af vinnuálagi og streitu. Þetta sjá læknarnir væntanlega og þess vegna gefa þeir út vottorðin. Spurt er er atvinnulífið öryrkjahvetjandi? Er fjölgun öryrkja meiri úr láglaunastéttum en þeirra sem eru hærra launaðir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nauðsynlegt að opna fordómalausa umræðu hvers vegna öryrkjum er alltaf að fjölga ár frá ári. Það virðist engin geta svarað því í dag.
Glanni (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:04
Fólk sem er komið yfir aldur (hann lækkar alltaf aldurinn sem atvinnurekendur vilja fá í vinnu - í bankageiranum eru menn að brenna út við 45 ára aldurinn) þá eiga menn oft ekki afturkvæmt í atvinnulífið ef fólki er sagt upp. Fólk endar bara sem örykjar nú til dags og er algengara en var hjá fólki sem er oft varla nema rúmlega fimmtugt. Oft er fólk aðeins með yfirþyngd eða aðra menningarsjúkdóma en niðurstaðan er oft bara örorka. Þessi hlið málanna er algengari í þeim hópum sem hafa menntun eða hafa komist í betri störf en missa þau oft hratt ef fólk lendir í þessari aðstöðu. Það þarf að taka á þessum málum.
Sigurður Sigurðsson, 28.11.2007 kl. 18:16
Frábær færsla!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.11.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.