Einhvers staðar verður fólk að búa.

Í Kastljósi kvöldsins var tekið viðtal við hjón sem hafa lent utan gátta í lífinu vegna alkahólisma.  Þau passa ekki inn í úrræði félagslega öryggisnetsins okkar.

Hjónin sátu í kuldagöllunum sínum á frostkaldri jörðinni í rifnu tjaldi í Laugardalnum með nokkur lög af ullarteppum undir sér. 

Manneskjurnnar tvær virkuðu fráhrindandi við fyrstu sýn.   Þau sátu þarna innan um eitthvað óhrjálegt dót, voru með sorgarendur undir nöglunum og svo voru þau með mýs fyrir gæludýr sem þau kepptust um að halda á og sýna okkur. Sprittkerti var eina kyndingin þegar þau eiga fyrir eldspítum. Þau eru með steríotæki, útvarp, passa sig að hafa ekki hátt stillt svo þau trufli engan.

Eins óspennandi og undirritaðri finnst mýs vera var það samt í gegnum mýsnar sem innri maður hjónanna fór að sjást og þau fóru að vera viðkunnanleg og hlýlegt fólk.  Þau vantaði stærra búr svo betur færi um mýsnar.

Það var eins og þau væru ekkert gera kröfur til samfélagsins, engin frekja, engin barátta. Kannski búin að gefast upp á því.  Líklega finnst þeim eins og það sé þeim sjálfum að kenna hvernig komið er. 

Hjónin eru búin að vera á biðlista um félagslegt húsnæði í mörg ár.  Íbúðirnar sem sveitarfélag þeirra á hentar eflaust ekki.  Allt í lagi , það er hægt að ímynda sér það en hvað er þá til ráða.

Hér er hugmynd.  Sveitarstjórnarmenn, kaupið lítil, hús, 10 fm. hús eins og dúkkuhús, verkfærahús eða eitthvað.  Plantið þeim niður á túnum, í kjarri í skógi.  Þar getur fólk, eins og hjónin í Kastljósinu búið.  Betra en að búa í rifnu tjaldi.  Betra en að sofa undir tré.  Heyrst hefur að á hinum norðurlöndunum sé þetta gert og þar eru oft líka notuð hjólhýsi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég get ekki ímyndað mér annað en að sé mjög erfitt að fá sjálfstraust í að rétta sig af þegar staða mans er orðin svona og þjóðfélagið virðist ekkert fyrir þau vilja gera.

Ég er EKKI að segja að þau megi drekka eins og þau vilji, því að svona óhófleg áfengisneysla hefur ekkert gott í för með sér. Þau þyrftu ef þau ætluðu að fá húsnæði, að taka sig saman í andlitinu (ég veit um sjúkdóm sé að ræða), og gera hvað þau geta til að halda í það húsnæði, ganga þokkalega um og vera ágætir nágrannar.

Auðvitað eru þau ekki tilbúin að fara á sitthvoran staðinn til að búa á, það mundi ég ekki taka til mála með mig og minn mann en við erum nú ekki í þessari sömu stöðu.

Þannig er það reyndar að fólk hefur möguleika á að fá þak yfir höfuð sitt, en það tekur allt of fjári langan tíma, Þórdís Bára þú veist nú sem félagsráðgjafi hvernig þetta félagskerfi er, ég er búin að læra það allavega í félagsráðgjafanámi mínu....

En það er því miður erfitt að lifa ef maður fer illa með sjálfan sig, það er nú það fyrsta sem á að vera í lagi. Ekki misskilja mig, ég þekki alkóhólisma mjög vel og er ekki með fordóma, ég veit að aðeins um 5% ná árangri og viljastyrkur hefur ekkert með þetta að gera (að minni reynslu) en það er því miður þannig, ef að maður býr sér ekki betra líf, þá er oft ekki mikið hægt að gera. Hvað eigum við að gera með svona mál ? lofa öllum þeim sem drekka of mikið að búa á stað og fá peninga fyrir öllu sem þau þurfa ?

Kveðja og góða helgi,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 12:07

2 identicon

Góð hugmynd með kofana, ekki dýr lausn en mikilvæg fyrir fólk eins og hjónin. Er líka sammála Ingu, svona fólk þarf að taka sig saman í andlitinu, veit að þetta er sjúkdómur, en það er ekki hægt að fela sig á bakvið það alltaf, og gera ekki neitt í neinu því þetta er bara "sjúkdómur".

Lilja (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband