Öfgamenn?

Verð að segja að mennirnir sem fram hafa komið og talað fyrir Siðmennt eða Vantrú minna mig óþægilega mikið á öfgatrúarmenn. Þeir virka eitthvað svo heiftugir og harðir. Það getur ekki verið að þeir haldi að kristinfræðikennsla sé svona hættuleg frekar en önnur trúarbragðafræðsla.  

Það er ekkert Kristniboð í skólum landsins eins og þeir sem þekkja til hafa greint frá. Þar er trúarbragðakennsla.

Afhverju fara félagar úr nefndum félagasamtökum bara ekki í skólana og boða sína vantrú eða siðmennt .   Viss um að þeim er það velkomið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Eru kennarar að stunda trúarbragðakennslu í skólum?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.12.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

meinti..... eru prestar að stunda trúarbragðakennslu í skólum?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.12.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl
Vissulega er það rétt að þeir eru að troða sínum skoðunum uppá fólk, í stað þess að leyfa fólki að trúa því sem það sjálft hefur kostið sér.  Mér finnst sjálfsagt að börnin mín fái trúarbragðarkennslu, við sem vinnum langan vinnudag höfum ekki tækifæri til að kenna börnunum okkar allt sem þau þurfa að kunna og gefa þeim þannig tækifæri á að velja fyrir sjálf sig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.12.2007 kl. 04:02

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þakka þér fyrir góðan pistil, við erum alveg sammála þarna. Mig langar að bæta einu við, að það er greinilega ekki af ástæðulausu sem að sá sem nöldrar hér að ofan kallar sig Nöldrarann

En smá kommenti ! Var ekki verið að hætta með svínakjöt í einhverjum grunnskólanum fyrir einhverju síðan ?.... mun samfélag okkar bara ekki hafa eitt einasta einkenni bráðum? einn daginn kemur einhver og úthýsir þorramatnum okkar æi mér finnst þetta svo grátbroslegt, en þetta pirrar mig samt rosalega stundum.

Ég hafði ekkert á móti því að fólk væri að taka upp einhverja aðra trú, en þetta er orðið svo mikið rugl og áróður að ég á ekki til orð !

Kveðja,

Inga Lára  

Inga Lára Helgadóttir, 12.12.2007 kl. 01:34

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En hvernig er það með sögukennslu, er þar ekki innræting á ferðinni? Og eru ekki þeir sem semja námsefni í mannkynssögu hlutdrægir í efnisvali sínu og þar með trúboðar? Það mætti ætla, ef fræði gáfnaljósanna í Siðmennt og Vantrú eru lögð til grundvallar, að svo sé. Ójá, hinir siðmenntuðu vantrúarmenn bera ýmis merki trúboða og trúarofstopamanna. 

Jóhannes Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 21:29

6 identicon

þetta er nú bara rugl sem þú ert að skrifa þarna uppi.

það heitir ekki trúarbragðafræðsla þegar bara er kennd ein trú.

ég veit vel að það er ekki kennt neitt annað í skólum þar sem ég stunda nám í einum slíkum.

hættu svo þessu rugli nema þú viljir að fleiri 13 ára börn séu að leiðrétta þig. 

gísli (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband