11.12.2007 | 20:21
Hjartaáfall í dag eða á morgun.
Furðuleg frétt var í sjónvarpinu í gærkvöldi. Maður sem búið er að úrskurða að þurfi hjartaaðgerð strax hefur nú beðið í 15 daga á spítala milli vonar og ótta um að hann fái ekki hjartaáfall áður en röðin kemur að honum í uppskurð.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta ástand það er gjörsamlega ótækt.
Í sama fréttatíma var talað um að afgangur af fjárlögum ársins 2008 stemmdi í milljarða tugi. Hvers vegna í ósköpunum er ekki einfaldlega hægt að hafa þessa hluti í lagi.
Við sem borgum skatta og sköpum þennan milljarða afgang á fjárlögum eigum hreinlega heimtingu á að þessum málum verði komið í lag eins og skot.
Heilbrigðisráðherrann ungi verður að hysja upp um sig buxurnar og grípa til aðgerða strax á morgun. Ef hann hefur ekki kjark og þor til þess á hann að segja tafarlaust af sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2007 kl. 10:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.