16.12.2007 | 18:37
Markaðslögmálin gilda ekki þegar laun kvenna eru annars vegar.
Mikið væri ég stolt yfir að vera kölluð öfgafeminsti eins og þær eru kallaðar sem standa í eldlínunni í réttindabaráttu kvenna. Ég læt hins vegar nægja að vera bara sófeminsti sbr. kaffihúsaspjallari fylgist með þeim úr fjarlægð sem slíkan titil hafa og þakka þeim það sem ávinnst.
Sem áhugamanneskja um kvennabaráttu og launajafnrétti greini ég frá að gamni mínu smá fróðleik frá jafnréttis- og jafnaðarlandinu Danmörku. Þar í landi starfa 9 konur af hverjum 10 starfsmönnum við umönnun aldraðra hjá því opinbera, flestir þeirra faglærðir. Mikil eftirpurn er eftir þessu starfsfólki en samt sem áður eru launin hjá þeim lægri en laun karlmanna sem starfa á öðrum sviðum samfélagsins þar sem ekki vantar starfsfólk (heimild: Jytte Larsen, forskningsstipentiat i Kvinfo). \u001fÞarna virðist sem sagt markaðslögmálið ekki virka.
Fullyrða má að svona er þetta líka á Íslandi. Um þetta m.a. snýst kvennabaráttan (feminisminn). Að laun fyrir hefðbundin kvennastörf verði sambærileg við laun karla í sambærilegum störfum hvað varðar menntun og atgerfi.
Hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því að hefðbundin kvennastörf eru ekki launuð á sama hátt og hefðbundin karlastörf? Það þarf að heyrast meira í kvenréttindakonum (feministum) um stöðu láglaunakvenna í stað þess að fjalla að mestu leyti um stöðu kvenna við stjórnunarstörf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
Athugasemdir
Fínn pistill og þarfur.
Það er sorglegt hvað umönnunarstörf almennt, eru lítils metin í launum. Þeir sem sjá um umönnun barna og gamalmenna sérstaklega. Þetta er blettur á okkar velferðarsamfélagi.
Marta B Helgadóttir, 16.12.2007 kl. 18:53
Langar til að óska þér gleðilegra jóla Þórdís. Takk fyrir góð skrif á blogginu.
Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:24
Gleðileg jól
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.