27.1.2008 | 10:09
Úr öskunni í eldinn.
Hef verið að lesa viðtölin við nýja borgarstjórann af miklum áhuga. Eftir þann lestur allan er mér orðið ljóst að nú fyrst eru sjálfstæðismenn komnir í mikil vandræði sem voru þó næg fyrir.
Það er ekki nóg að flokkurinn sé í sárum vegna REI málsins eins og kom fram í nýlegu viðtali við einn borgarfulltrúa þeirra heldur hefur nú bæst við annað og ennþá meira vandamál.
Það nefnilega alveg ljóst af viðtölum við nýja borgarstjórann að nú er stund hefndarinnar runnin upp. Sjálfstæðismenn hafa haft þennan mann í flimtingum undanfarin ár og niðurlægt hann og hans skoðanir á allan hátt þannig að hann sá þann eina kost í stöðunni að segja sig úr flokknum og fara í sér framboð.
En nú er komin nýr dagur nú skulu sjálfstæðismenn sitja og standa eins og hann boðar. Nú skal framkvæma alla sérviskuna sama hvað það kostar. Þannig hefur staða sjálfstæðismanna í borgarstjórninni breyst úr því að vera slæm í það að vera skelfileg.
Fram hefur komið að þeir áttu frumkvæðið að því að koma sér í þessi vandræði. Menn hafa verið að vorkenna nýja borgarstjóranum fyrir það að hafa verið plataður til samstarfs en nú er orðið ljóst að þessu er þveröfugt farið. Hann er sterki maðurinn í þessu máli og í raun sá sem plataði sjálfstæðismennina til þess að framkvæma allar þær tillögur í borgarmálum sem þeir hafa alltaf verið algjörlega á móti. Nú þegar hafa sjálfstæðismenn aðeins séð byrjunina af því sem koma skal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vertu ekki svo viss um að Sjálfstæðisflokkurinn fari frá völdum.. hann hefur alltaf gert allt til þess að reyna að ríkja og myndi jafnvel selja lík ömmu sinnar til þess.
Brynjar Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 11:15
Held að allir pólitíkusar ættu að hugsa sinn gang. Mér finnst afar undarlegt að maður í forsvari fyrir flokk sem að fékk rúm 6000 atkvæði sitji við stjórntaumana í borginni.
Eva H., 29.1.2008 kl. 21:26
Góður pistill hjá þér. Tek undir það sem Brylli segir þarna.
Marta B Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.