Hvað er í gangi?

Mikil reiði og upplausn virðist nú vera í Sjálfstæðisflokknum og er óneitanlega farið að minna á Gunnar og Geir í kringum 1980. 

Þegar Geir Haarde leitaði eftir samstarfi við Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vakti það gífurlega reiði í Davíðsarmi flokksins eins og greinilega kom fram i ofsafenginni gagnrýni Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu á þeim tíma. 

Eftir klúður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sem öll þjóðin hefur orðið vitni að og virðist engan enda ætla að taka.  Þannig má færa rök fyrir því að nýjasta útspil Villa hafi gert slæma stöðu flokksins ennþá verri.  Skoðanakannanir undanfarna daga staðfesta þessa miklu óánægju  sjálfstæðismanna og er Samfylkingin nú orðin stærsti flokkurinn í Reykjavík. Allt er þetta rökrétt orsök og afleiðing. 

Það sem hins vegar er stórmerkilegt í málinu og vekur margar spurningar eru viðbrögð Morgunblaðsins við þessum augljósu staðreyndum.  Morgunblaðið er nefnilega búið að finna nýjan sökudólg í þessu máli.  Það er hvorki meira né minna en varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Karín Gunnarsdóttir en hún er talin einn af lykilmönnum stjórnarsamstarfsins við Samfylkinguna.  Í fyrradag ræðst Mogginn af mikilli heift á Þorgerði Katrínu í Staksteinum og segir að nú sé að koma í ljós það sem við sögðum vorið 2007 að það ætti ekki að fara í samstarf við Samfylkinguna.  Þarna notar Morgunblaðið klúður borgarstjórnarflokksins í Reykjavík til að koma þungu höggi á varaformann flokksins sem kemur ekkert nálægt borgarstjórnarmálum að neinu leyti. 

Önnur eins vígaferli hafa ekki sést í Sjálfstæðisflokknum sl. 25 ár. Því er von að spurt sé.  Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna.

Eitt spaugilegt atriði í viðbót.  Í Staksteinum í dag ræðst Morgunblaðið á þingflokksformann flokksins fyrir of mikla stjórnsemi en hann ku banna almennum þingmönnum að eyða dýrmætum tíma þingsins með ræðuhöldum. Það vita allir að það hefur aldrei verið ætlunin að stjórnarþingmenn séu að halda ræður á Alþingi.  Þeir eiga bara að rétta upp hendurnar þegar það á við. Mogginn virðist ekki einu sinni skilja þetta og notar tækifærið og ræðst á þingflokksformanninn með hótunum um að hann verði ekki aftur kosinn formaður ef hann haldi sér ekki á mottunni. Hvað er eiginlea í gangi í þessum flokki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband