Bitnar á saklausum.

Skil að það þarf að mótmæla en lenda mótmælin ekki bara á saklausu fólki? Stjórnvöldin, forsætisráðherrann finnur ekkert fyrir þessu. Hann keyrir ekki umrædd gatnamót.  Ég er hrædd um að vopnin snúist í höndunum á mótmælendum.
mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Vertu ekki að þessu röfli kona. Sattu með aðgerðum bílstjór og um leið sjálfri þér. 

Þorkell Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi mótmæli eru í þróun.  Eða það vona ég.  Ég ætla ekki að fara og skoða, ég er tímabundinn, og þarf að  spara bensín.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2008 kl. 13:02

3 identicon

Jón T (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Gunna-Polly

við erum saklaus fórnarlömb okurs þannig að ég styð þetta heilshugar væri mætt þarna með þeim ef ég ætti pening fyrior bensíni

Gunna-Polly, 28.3.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvurslags dauðans bull er þetta? Bitnar á saklausum? Hvort heldur þú að sé áhrifaríkara að sýna óánægju sína þarna úti á götu eða fyrir utan Stjórnarráðið?

"Sakleysingjunum" væri nær að taka sér þessa aðila til fyrirmyndar....amk sýna þeim samstöðu

Heiða B. Heiðars, 28.3.2008 kl. 13:08

6 identicon

Það er álíka gáfulegt að standa með þessum bílstjórum eins og að sjúga þvaglegg. Voðalega hefur greindarvísitalan lækkað í þessu þjóðfélagi að undanförnu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Marilyn

Hátt vöruverð og okur bitnar líka á saklausum, saklausu fórnarlömbin ættu að mótmæla því.

Marilyn, 28.3.2008 kl. 13:34

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er eitt að mótmæla og annað að hindra fólk í sínu daglega lífi. Ef allir, sem teldu sig þurfa að mótmæla einhverju færu að nota svona aðfeðir þá held ég að það gæti truflað almenning mikið í sínu daglega lífi.

Til dæmis spurði einn bloggari að því hvað fólki finndist um það ef aðilar, sem vildu mótmæla háu matarverði færu að koka fólk inni í Bónusverslun í klukkutíma? Svo velti hann þeirri spurningu upp hvort það væri réttlætanlegt jafnvel þó allir nema einn stæðu með mótmælendum.

Þegar mótmæli eins og þessi eru farin að verða til þess að menn missa af flugi og að fólk tefjist á leið sinni og kemur of seint þangað, sem það er að fara þá er ég hættur að kalla það mótmæli og er farinn að tala um ofbeldi.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband