Yfirburðamaður í Silfri Egils.

Afar athyglisvert var að hlusta á viðtal við hinn aldna hagfræðing Jónas Haralz í Silfri Egils í dag. 

Loksins fékk þjóðin að heyra viðtal við alvöru hagfræðing með skýra hugsun.  Hann lýsti því að gjaldeyriskerfi landsins sem er undirstaða heilbrigðs efnahagslíf er einfaldlega  ónothæft.  Það er útilokað fyrir örþjóð að halda úti myntkerfi  einir á báti eins og greinilega hefur komið í ljós með alveg ótrúlegu gengishrapi á undanförnum mánuðum.  Því til staðfestingar má nefna að gengi krónunnar gagnvart dollar hefur fallið um 45% á örfáum mánuðum.

Eins og fram kom í viðtalinu við Jónas þá höfum við Íslendingar þar að auki gert allt vitlaust í stjórn efnahagsmála á undanförnum árum og ekki hugsað um nauðsynlegt samræmi. 

Á sama tíma og við fórum af stað með mestu virkjunarframkvæmd sögunnar fóru bankarnir í mestu útlánaaukningu síðustu áratuga og samtímis þess var Seðlabankinn að basla við að draga úr umsvifum í þjóðfélaginu og lækka verðbólgu með því að hækka stýrivexti, auðvitað án nokkurs árangurs.

Þá kom einnig fram í viðtalinu að Efnahagsstofnun og síðar Þjóðhagsstofnun var hugsuð til þess að ná fram þessu bráðnauðsynlega samræmi í efnahagsmálum.  En hvað gerðist? Davíð mislíkaði einn daginn skoðanir Þjóðhagsstofnunnar á stjórn efnahagsmála og lagði þessa mikilvægu stofnun niður með einu pennastriki.  Þar með varð fjandinn endanlega laus í stjórn efnahagsmála.  Nú gátu stjórnmálamenn tekið rangar ákvarðanir í efnahagsmálum sem stangast hver á aðra eins og hér að framan var rakið án þess að nokkur fagleg óháð gagnrýni kæmi þar að. Niðurstöðuna þekkum við.

Það er grátbroslegt í þessu sambandi að sá maður sem lagði niður Þjóðhagsstofnun og eyðilagði efnahagsstjórn landsins skuli nú sitja sem æðsti prestur í Seðlabankanum.  Ætlar þessi vitleysa engan enda að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir með þér viðtalið við Jónas var stjórmerkilegt, og leiðir hugan að því hversvegna nær enginn svokallaður ráðamaður né hagfræðingur er tilbúinn að koma fram með lausnir á pengamálastefnu Seðalabankans, og þeir sem hafa haft dug og þor til að setja fram skoðanir sínar hafa verið lagðir í einelti af náðhirðinni.

    Því miður er það ekki grátbroslet að við skulum sitja uppi með sjálfskipaðan Seðalbankastjóra er hefur sýnt að hann hefur allsgenga kunnáttu né vit til að stýra peningamálastefnu þjóðarinnar, og ekki sækir hann nú mikla kunnáttu í fjármálastjórnum til formanns síns, nema þá í vísnagerð.  Það sem er dapurlegt í mínum huga að núverandi ríkistjórn virðist ekki hafa  neina burði til að setja þessa menn af, og hafa hendur í kjöltu sér meðan heimili og framleiðslufyrirtæki fara í þrot hvert af öðru.   Geir er í fjötrum eigins flokks, og Ingibjörg kokgleypir allt, eins og Halldór forðum til að halda í stólinn og völdinn.  Kemur einu sinni ekki  gegn einu aðalkostingarloforði sínu að fella úr gildi Eftirlaunaósómann.

haraldurhar, 7.9.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband