20.9.2008 | 20:05
Heilbrigðisstarfsmenn rjúfa þjóðarsátt.
Eins og allir vita gerði ASÍ samninga við Samtök Atvinnurekenda sem gengu út á það að allir fengju sömu krónutöluhækkun. Það hefur þau áhrif að hinir launalægstu fá hlutfallslega mestu launahækkunina.
Þetta var gert m.a vegna þess að erfiðlega horfir í þjóðarbúskapnum eins og allir vita og segja má að myndast hafi þjóðarsátt um þessa stefnu.
Í framhaldi af því voru gerðir samskonar samningar við alla opinbera starfsmenn. Þessir samningar eru í stuttan tíma eða til eins árs og er ákveðið að skoða málin aftur að ári liðnu.
Þá vill svo til að heilbrigðisstarfsmenn einir allra launþega segja ,,nei þetta kemur okkur ekki við, við tökum ekki þátt í þessari þjóðarsátt".
Fyrst fóru hjúkrunarfræðingar af stað og fengu kauphækkun langt umfram það sem aðrir höfðu fengið. Næst komu ljósmæðurnar og hefur verið upplýst að þeirra launahækkun væri yfir 20% þegar aðrir launþegar fengu 5%. Nú eru unglæknarnir komnir af stað og segja að ljósmæðurnar hafi hærra kaup en þeir hafa. Viðbúið er að þegar búið er að hækka unglæknana þá fara hjúkrunarfræðingarnir aftur af stað svo ljósmæðurnar og síðan koll af kolli.
Vandséð er hvaða málsbætur þessir starfshópar hafa þegar þeir rjúfa þjóðarsátt eins og hér hefur verið lýst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ljósmæðurnar áttu þetta inni,sanngjörn leiðrétting launa þeirra.
Margrét (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.