,,Að hengja bakara fyrir smið"

Jón Ásgeir kom í þáttinn til Egils Helgasonar í dag og mátti hafa sig allan við að komast að hjá æstum Agli.

Egill var uppfullur af upplýsingum frá Ragnar Önundarsyni um bankadóminóið samt hvarflaði það að manni við æsingakenndar spurningar Egils til Jóns Ásgeirs að þarna væri Egill að reyna að hengja bakara fyrir smið. 

Afhverju talaði Egill ekki við alvöru útrásavíkinga bankana þ.e stjórnarmenn sem hafa í mörg ár verið stjórnarmenn í Landsbankanum og Glitni eins og t.d. Kjartan Gunnarsson og bankastjóra Landsbankans sem tóku þessar djörfu ákvörðun um innlánsreikinga í Bretlandi og Hollandi sem hafa endað með ósköpum til stór tjóns fyrir þjóðina. 

Þetta síðasta viðtal Egils vekur upp spurningar hvort hann sé hæfur þáttastjórnandi. Það er gott og blessað að vera með skeleggar og hvassar spurningar en spyrjandi umræðuþátta á aldrei að fara út í æsingakennd ræðuhöld og taka orðið af viðmælanda sínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er mjög erfitt að gera sér það í hugarlund að banki sem hefur verið starfandi í 150 ár fari á hausinn. Það er svipað og að Hallgrímskirkja myndi hrynja í nátturuhamförum en aðrara byggingar í kringum Hallgrímskirkju myndu standa. 

Útrásavíkingarnir geta bara sjálfum sér um kennt hvernig fór en engum öðrum. Það var margoft búið að vara við þessu en aldrei var hlusta á varúðarraddir eins og t.d Þorvald Gylfason.  Það sem mér þykir alvarlegast er hvernig Kaupþing voru gerðir upp og lít á það sem hreina og klára glæpamensku af hálfu breksra yfirvalda sem getur haft alvarlega afleiðingar í för með sér á kostnað breskra yfirvalda. 

Brynjar Jóhannsson, 12.10.2008 kl. 21:28

2 identicon

Egill endurspeglaði bara reiði almennings út í tuttugumenningana sem hafa sett Ísland á hausinn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Calvín

Það er erfitt að halda ró sinni þessa dagana. Við verðum að skoða þátt Egils í þessu ljósi. Egill er mikil tilfinningavera, en ekki kaldriðjaður viðskiptajöfur.

Calvín, 13.10.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband