5.11.2008 | 19:54
Konur þora.
Athyglisvert við fréttina ,,Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa" að það voru nær eingöngu konur, þingmenn, sem stigu á stokk og mótmæltu í dag. Þær mótmæltu þögninni, leyndinni, aðgerðarleysinu máttleysi Alþingis og því að fá ekki að vera með í endurreisninni.
Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt að Katrín Jakobsdóttir skyldi gera það því hún er í stjórnarandstöðu en því meira fréttnæmt að Guðfinna Bjarnadóttir Ólöf Nordal og Ragnheiður Ríkharðsdóttir skyldu gera það því þær eru í Sjálfstæðisflokknum og þar á bæ hefur það ekki þótt við hæfi að vera með múður á móti forystunni.
Þorgerður Katrín hefur líka látið í sér heyra. Nú og svo eru það kjarnakonurnar Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir. Það er eins og það sé meiri kraftur í konunum á þinginu.
Fleiri konur á þing það er örugglega farsælla. Þær eru kjarkmeiri og duglegri að taka til hendinni. Er það ekki bara?
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.