14.2.2009 | 19:18
Jón Baldvin grátbroslegur.
Neyðarlegt var að hlusta á ræðuhöld Jóns Baldvins í dag þar sem hann kýs að ráðast óverðskuldað á Ingibjörgu Sólrúnu formann Samfylkingarinnar. Ennþá neyðarlegra var að hlusta á hann fara núna allt í einu að mæra Jóhönnu Sigurðardóttur en eins og allir muna þá bolaði hann Jóhönnu út úr Alþýðuflokknum á sínum tíma þar sem hún gat ekki sætt sig við hægri kratann Jón Baldvin.
Þá er það að lokum ekki bara neyðarlegt heldur bókstaflega hlægilegt að hann er að bjóða sjálfan sig fram til forystu eftir allan þann skaða sem hann hefur valdið með misheppnuðum athöfnum sínum. Þar er af mörgu að taka m.a. klauf hann vinstra samstarf og leiddi Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn til 18 ára valdasetu. Við hljótum að gera þá kröfu til Jóns Baldvins að hann haldi sig til hlés framvegis og að hann hætti að skaða jafnaðarmenn á Íslandi með grátbroslegum tilburðum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skora á Jón Baldvin að bjóða sig fram sem formann samfylkingarinar. Hann hefur allt sem þarf til að verða góður formaður ákveðinn og klár. Ég tel að hann sé rétti maðurinn til að koma okkur inn í ESB. Ég held líka að það sé löngu tímabært að skipta um forystu í samfylkingu og koma nýju fólki að td líst mér vel á Sigmund Ernir og vill gjarnan sjá Ágúst Ólaf halda áfram.
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:37
Ef Samfylkingin ætlar að halda siðferðileg gildi í heiðri er nauðsynlegt að Ingibjörg Sólrún fari frá. Hvort Jón Baldivin er bestur til að taka við er annað mál.
Ingibjörg er orðin fulltrúi þeirrar valdastéttar sem réði þegar allt fór á hvolf. Valdastéttar sem ekki brást við. Fulltrúi hugsanaháttar sem dró Ísland dýpra út í fenið en aðrar þjóðir. Ingibjörg á að setja þjóðina og flokkinn framar eigin hagsmunum og segja af sér sem formaður.
Samfylkingin þarf að endurnýja sig. Ingibjörgu burt (og raunar fleiri)
Magnús (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:18
Þórarinn. Get ekki verið meira ósammála. Held að frekari rökræður skili engu.
Magnús. Ekki sammála þér. Ingibjörg er ekki fulltrúi þeirrar valdastéttar sem setti Ísland á hvolf. Hún hafði aðeins verið 18 mánuði í ríkisstjórn þegar hrunið var. Mistökin eiga sér lengri aðdraganda. Hvernig bankarnir voru einkavæddir,hvernig við klúðruðum því að hafa dreifða eignaraðild, hvernig við skipulögðum eftirlitsstofnanirnar, hvernig við völdum í bankastjórn seðlabankans og fleira og fleira. Pólitíska ábyrgðin er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins sem hefur haft bæði forsætisráðherran og fjármálaráðherran í 18 ár með smá undantekningum. Samfylkingin stóð frammi fyrir orðnum hlut að mestu leyti.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.2.2009 kl. 23:21
Þórdís ég ætla samt að rökræða þetta. Ég er ekki sá eini sem tel að Ingibjög Sólrún ætti ekki að leiða lista Samfylkingar áfram. Hún stóð sig vel sem borgarstjóri og var því haldið fram að hún myndi gera það sama í landsbyggðar pólitíkini. Það hefur bara ekki gengið eftir fyrstu mistökin sem hún gerði var að bjóða sig fram á þing fyrir samfylkinguna og vera á sama tíma borgarstjóri fyrir R listan þannig byrjar þetta og svo í framhaldi að því svaf hún á verðinum í efnahagskreppuni þannig að hvernig á að vera hægt að treysta henni áfram. Það að tala um það að það sé eitthvað grín að fá Jón Baldvin aftur í pólitík er bara fáranleg umræða og á ekki við nein rök að styðjast eins og ég hef séð hér á öðrum blogsíðum í kvöld. Jón Baldvin er gáfaðasti stjórnmálamaður sem Íslendingar hafa átt hann er ákveðinn og hann hefur kjark og þannig leiðtoga þurfum við núna virkilega á að halda.
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.