Vekur von.

Gleðilegri tíðindi hafa ekki heyrst lengi.  Samfylkingin er eina von Íslendinga ef þeir ætla ekki á að verða hér gamaldags líferni ,,a la Amish" og einangrangrast frá umheiminum, ferðast um á hestakerrum, lifa (og klæðast) á því sem landið gefur eins og verður ef einangrunarsinnar ná sínu fram.


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki margt athyglisvert í lífsháttum Amish fólksins? Það skilur í það minnsta að fólk er hluti af sköpunarverkinu og náttúran er umhverfi fólksins. Það hefur aftur á móti ekki fellt sig að þeim skilningi að peningar séu æðstir allra gilda og bæði fólk og umhverfi eigi að lúta lögmálum fjármagnsins.

Hefurðu kannski heyrt að Amish fólkið kvíði mikið fyrir kreppunni?

Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Fínt að hafa val Árni.  Amish lífstíllinn hentar mér ekki:)

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.2.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Tímin Jóns er liðinn já en ég er ekki sammála þér hvað Ingibjörgu varðar Ægir. Hún hefur ofsalega góða sameiningarhæfileika og fær vonandi að sýna áfram hvað í henni býr. Hún var rétt að byrja þessi ósköp dundu yfir landið (of yfir hana persónulega).

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.2.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ingibjörg hefur afskaplega hlýja útgeislun: "þú ert ekki þjóðin!"

Amish: 

Eg ólst upp við lífshætti sem voru allmiklu frumstæðari en lífshættir þessa fólks -þó ótrúlegt sé. Og miklu betur leið mér þá en stórum hópi þjóðar okkar í dag. Og mikið vildi ég gefa til þess að börnunum liði eins vel í dag og mér á mínum æskuárum í mörgu tilliti. Við skulum fara gætilega í allar "metnaðarfullar kröfur" fyrir annara hönd.

Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband