Bröltið í Jóni Baldvini.

Góðar fréttit bárust í dag um samvinnu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem án efa verður til farsældar fyrir þjóðina.

Á sama tíma og þessar góðu fréttir berast virðist Jón Baldvin alveg hafa tapað dómgreindinni. Með lúalegum hætti ræðst hann að Ingibjörgu Sólrúnu sem hefur tekist það verkefni sem honum tókst aldrei þ.e. að skapa stóran jafnaðarmannaflokk á Íslandi.  Þegar Jón hrökklaðist úr pólítíkinni var stuðningur við Alþýðuflokkinn varla mælanlegur.  Nú kemur þessi maður aftur fram á sjónarsviðið og ræðst á formann Samfylkingarinnar á sama tíma og hún er í veikindafríi. 

Jón Baldvin veit vel að Ingibjörg Sólrún hefur aðeins verið eitt og hálft ár í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hann veit því vel að það er algjörlega fráleitt að kenna henni um mistökin við einkavæðingu bankanna.  Hún ber heldur enga ábyrgð á útþennslu bankakerfisins sem síðan leiddi til bankahrunsins.

Þetta veit Jón Baldvin Hannibalsson allt saman en honum virðist vera sama um hvað sé rétt og hvað sé rangt.  Í veikindum Ingibjargar sá hann þarna tækifæri til að koma sinni litlu persónu á framfæri og er það brandari ársins að honum skuli yfirleitt detta það í hug að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni.


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

það er ekkert gott við spillingaraflið ISG.

Johann Trast Palmason, 28.2.2009 kl. 23:57

2 identicon

Og treystir hún enn á styrki frá vinum sínum í Baugi ???

Guðrún (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Þessi ákvörðun er ekki góð fyrir þjóðina, forsætisráðherra með aftursætisbílstjóra; það hefur ekki reynst okkur vel samanber Davíð og Geir Haarde. Því miður enn eitt plottið, Ingibjörg tekur við forsætisráðherrastólnum þegar Jóhanna hættir eftir 1 til 3 ár (ef Samfylkingunni tekst að leiða ríkisstjórn)

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 1.3.2009 kl. 01:01

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þú segir að þetta sé til farsældar fyrir þjóðina. Þú er að spauga er það ekki ?

Ingibjörg Sólrún ber mikla pólitíska ábyrgð á hruninu. Hún stóð sig mjög illa í aðdraganda hrunsins. Hún stakk hausnum í sandinn og gerði ekki nokkurn skapaðan hlut í málunum.

Hún á að hafa vit og dómgreind til að koma sér í burtu af vettvangi stjórnmálanna.

Jens Sigurjónsson, 1.3.2009 kl. 01:01

5 identicon

Ingibjörg á að fara í frí og hlífa þjóðinni við sjálfri sér um tíma. Það þíðir ekkert að vísa alltaf í þessi veikindi hennar sem koma málinu ekkert við.

Samfylkingin stóð vaktina sofandi. Samfylkingin verður að takast á við spillinguna í flokknum og mannabreytingar eru því alveg lífsnauðsynlegar.  

sandkassi (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 02:08

6 identicon

Ingibjörg Sólrún ber ábyrgð á bankahruninu Samfylkingin fór með Bankamálaráðuneitið og fjármálaeftirlitið og bar ábyrgð á því, hún verður að axla ábyrgð og draga sig í hlé, annars stór skaðar hú flokkinn. Hennar tími er liðinn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 03:45

7 identicon

Ég er Samfylkingarmaður og er mjög óhress og kem til með að kjósa Jón B í formannskjörinu með því skilyrði að Jóhanna verði forsætisráðherraefni flokksins. Ingibjörg verður að stíga til hliðar einfaldlega vegna þess að flokkurinn getur ekki verið að standa í því að verja sig allan tíman í kosningabaráttunni. En ef ISG vinnur formannsslaginn verður lítið annað að gera en að vona að þetta skaði ekki flokkinn mjög mikið. En ég er sannfærður um að þetta mun skaða Samfylkinguna.

Valsól (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 07:21

8 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið innilega er ég sammála þér.  Þetta er stærsta grín ársins að Jón Baldvin skuli líta á sig sem endurnýjun,- heitir þetta ekki endurnýting frekar?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.3.2009 kl. 13:52

9 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Jú Þórhildur, endurnýting er rétta orðið.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.3.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband