21.4.2009 | 20:22
Ragnar Arnalds, ekki meir.
Fróðlegt var að fylgjast með viðræðum Benedikts Jóhannessonar og Ragnars Arnalds nú í Kastljósinu. Þar kom fram að Ragnar Arnalds kaus að sleppa grundvallaratriðum í stöðu þjóðarinnar til þess að þjóna ofstækisfullum skoðunum sínum á móti Evrópusambandinu.
Ábyrgð Ragnars er mjög mikil vegna þess að fólki hættir til að trúa þessum góðlega manni. Hvers vegna í ósköpunum leggst hann svona lágt til þess að þjóna lund sinni. Auðvitað veit hann um hvað málið snýst. Í umræðunum þóttist hann ekki skilja þá mikilvægu staðreynd að Íslendingar eru á góðri leið með að einangrast. Gjaldmiðillinn er ónýtur og ef við förum ekki í samstarf við vinarþjóðir okkar munum við hvergi fá lán erlendis hvorki til að byggja upp nýtt atvinnulíf né til þess að fyrirtæki sem nú þegar skulda geti borgað af lánum sínum. Því til þess að það sé hægt þurfa þau að hafa aðgang að nýju erlendu lánsfé.
Ef ekkert verður að gert og stefna Ragnars Arnalds verður ofan á mun íslenskt atvinnulíf blæða út endanlega og annað hrun fyrirsjáanlegt. Sem betur fer, fer þeim fækkandi sem hlusta á áróður manna á borð við Ragnar Arnalds.
Ragnar Arnalds, ekki meir, ekki meir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orðrétt sagði Ragnar: „við munum hverfa undir yfirráð ESB“.
Það er augljóst að röksemdafærsla hans byggir á rugli án raunverulegrar umræðu um staðreyndir.
Hann, líkt og aðrir á sama róli, reynir að koma því inn hjá þjóðinni að einhverjir aðilar í útlöndum hirði allt af okkur og taki öll ráð. Þetta er einhversonar fjandatrú.
Það mátti heyra á fólkinu sem svaraði spurningum í upphafi þáttarins að vanþekkingin er útbreidd.
Hjálmtýr V Heiðdal, 21.4.2009 kl. 20:34
Ragnar hefur alltaf haft sérkennilegar skoðanir. Á sínum tíma prédikaði hann um að ekki skyldi leggja malbik á vegi fyrr en væri búið að undirbyggja þá alla upp úr snjó eins og hann orðaði það. Ef það væri samt gert skyldi leggja vegtolla á þá spotta sem malbikaðir væru. Þetta átti að tryggja jafnrétti þegnanna. Hann varðaði ekkert um að í heild yrði þetta miklu dýrara. Mætti kalla þetta sósíalisma andskotans.
Hann varðaði ekkert um þó 95 % af vegtollum færu í rekstur eins og reyndin varð um tollskýlið á Keflavíkurveginum um það bil sem yfir lauk.
Annað sem honum var hugleikið í tíð sinni sem fjármálaráðherra var að verðbólgan væri ákveðinn drifkraftur til framfara enda sjaldan önnur eins verðbólga og þegar hann réð ríkjum í fjármálaráðuneytinu. Ekkert mál var að gera kjarasamninga vegna þess að í kjölfarið jukust tekjur ríkissjóðs og lítið mál að gera upp með verðfelldum krónum.
Sverrir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:21
Mér þykir það svolítið fyndið að allt í einu skuli félaghshyggjufólk vera farið að taka orðum Benedikts Jóhansessonar eins og orðum óskeikuls manns. Það verður annað hrun af því að Benedikt Jóhannesson fullyrti það rakalítið í upphrópunarblaðagrein. Talandi um að velja sér umræðuforsendur eftir hentugleikum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:01
Ég er sammála Hans. Ragnar var rökfastur en Benedikt var einungis með hræðsluáróður. Erum við ekki í EES? Hvað erum við búin að taka upp mikið af tilskipunum þeirra? Svarið sem ég vil fá er : Hversu mikinn þátt í hruninu áttu tengslin við EES?
María Kristjánsdóttir, 22.4.2009 kl. 01:57
Félagshyggjufólk hefur þann eiginleika að geta greint kjarnann frá hisminu. Hrun nr. 2 sem Benedikt talar um er ekki hans uppfinning, hann er bara einn af þeim sem sjá teiknin og vilja ekki fljóta sofandi að feigðarósi. ég tel að aðild að ESB sé lykill að mörgum betrumbótum en engin töfralausn.
María, við erum sammála um marga hluti þótt við lítum ESB ekki sömu augum. Eins og ég skrifaði fyrr þá talaði Ragnar Arnalds um að við myndum hverfa undir yfirráð ESB ef við fáum aðild.
Ert þú til í að fara í aðildarviðræður til þess að kanna gildi þessara orða?
Ég vil það og tel það skynsamlegustu leiðina fyrir þjóð sem hefur steytt á skeri.
Varðandi hlutverk EES samningsins í hruninu þá er víst að þjóðin hefði komið betur út ef við hefðum tekið skrefið til fulls fyrr og verið í ESB með evru. Krónan er einn að stóru vandræðaþáttunum í okkar búskap. Flotgengisstefnan og verðbólgumarkmiðin sem vour tekin upp í mars 2001 eru stærri þáttur í ástandinu en veran í EES.
Við búum í kapitalisku kerfi og verðum þar um langa framtíð. ESB hefur bæði félagslegar og efnahagslegar hliðar. Skoðum málið fordómalaust og lítum til framtíðar fyrir okkur og komandi kynslóðir.
Hjálmtýr V Heiðdal, 22.4.2009 kl. 09:14
Er Ragnar ekki hættu í pólitík. hlýtur að vera.
Þórdís, fékkst þú sprota af rifsberjarunnanum mínum í stað alaskarifsbrerjarunnans, sem er margfalt minni?
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.