Stjörnuhrap hjá Framsóknarflokknum.

Við sem fylgjumst með stjórnmálum höfum undanfarið orðið vitni að furðulegu stjörnuhrapi hjá Framsóknarfloknum.  Maður einfaldlega spyr hvað er eiginlega í gangi? 

Fyrir 4 mánuðum var kosinn nýr formaður í Framsóknarflokknum. Þar var kosinn til forystu ungur glæsilegur maður með miklar hugsjónir sem vakti hrifningu og vonir.  Nú 4 mánuðum seinna sjáum við vanstilltan æsingamann sem stöðugt fer yfir strikið í stjórnmálaumræðunni.  Ef fram heldur sem horfir hljóta þessar náttúruhamfarir í Framsóknarflokknum að leiða til þess að flokkurinn hverfur endanlega af sjónarsviðinu.

Aftur er spurt. Hvað er eiginlega í gangi?


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

[Það sem Guðmundur sagði hér að ofan]

Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sigmundur virðist ekki passa inn í kaffihúsaspjall Samfylkingarinnar.

Mig langar til að auglýsa eftir einhverjum samfylkingar manni eða konu sem hefur vit á atvinnurekstri þeir fara mjög leynt.

Ragnar Gunnlaugsson, 17.6.2009 kl. 15:23

3 identicon

Ragnar minn, auglýsi frekar eftir Íslending með eitthvað vit á atvinnurekstri, er alveg nákvæmlega sama í hvaða flokki viðkomandi er :-o

En án gríns, tek undir með Þórdísi.  Þó hafi aldrei, og mun aldrei kjósa Framsókn, þá leist mér vel á það hjá þeim að fá nýtt blóð í forystu flokksins.  Sigmundur bauð af sér eldmóð, og gerir enn, en núna farin að hræðast þennan eldmóð hans.  Eldmóður getur nýst í að byggja upp, en hann getur líka nýst í að brjóta niður.  Því miður finnst mér Sigmundur nýta eldmóð sinn á neikvæðan hátt, hvorki sér, Framsókn, né Alþingi landsis til framdráttar.  En bara mín skoðun.  Gleðilega hátíð öll saman. 

ASE (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband