9.8.2009 | 19:39
Er Steingrímur J. búinn að missa tökin í sínum eigin flokki.
Margir voru ánægðir með Steingrím J. í Kastljósinu um daginn og var undirrituð þar á meðal. Þar talaði hann af miklum sannfæringarkrafti og lagði til að að settir væru fyrirvarar í IceSave samninginn án þess þó að fella hann. Nú er að koma betur og betur í ljós að hann hefur alls ekki getað sannfært sína eigin flokksmenn.
Nú koma þingmenn VG hver á fætur öðrum með sína prívat fyrirvara og má segja að VG séu núna a.m.k. fimm þingflokkar sem hafa hver um sig sína eigin stefnu í málinu.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þessa uppákomu. Ríkisstjórn hver svo sem hún er verður einfaldlega að hafa þingmeirihluta til að geta náð fram málum. Því miður virðast þingmenn VG ekki vera með á nótunum í þessum efnum. Heldur kappkosta þeir hver um sig að marka sérstöðu sína.
Nú er því miður að koma í ljós að mjög erfitt eða ómögulegt er að vinna með VG í ríkisstjórn.
Að óbeyttu neyðist Jóhanna Sigurðardóttir til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga því svona uppákomur geta ekki staðið nema í mög stuttan tíma. Þannig virðast reynslulitlir þingmenn VG hafa látið stjórnarandstöðuna plata sig til þess að fella ríkistjórn félagshyggjuaflanna sem átti að standa um langa framtíð samkvæmt óskhyggju Steingríms.
Skoðanir enn skiptar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.