21.9.2009 | 10:26
Sárt að taka til eftir íhaldið.
Það er ekkert grín að sópa gólfið, moka flórinn eftir íhaldið þ.e. Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn undir stjórn Davíðs Oddsonar. Ekket grín, þvert á móti mjög sárt og það tekur mörg ár. Nú verða vinstri menn að standa saman á erfiðum tímum, styðja við bakið á stjórnvöldum og passa að hægri mennskan fljóti ekki aftur upp á yfirboðið og útrými því sem eftir er af Íslandinu góða.
Það færi betur ef VG væru einn þingflokkur en ekki fimm. Þá væri Icesave málið í höfn og uppbygging landsins hafin.
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallo, Hallo. Hvað ertu að seigja. Þegar vinstri vill loka þá er allt í lagi en ekki þegar hægri vill loka. Það þarf að hægræða það vita allir, já þá skulum við samfylkingarfólk standa saman og útiloka hinn hluta þjóðarinnar hann er ekki með og kemur okkur ekki við. Samfylkingarfólk, eins og við sem erum saklaust af öllu bröltinu skulum hunsa alla aðra. Já, við erum bara ein í heiminum og skulum hunsa alla aðra..... Er hægt að treysta svona fólki...
Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 11:17
Hafðu engar áhyggjur, vinstri flokkarnir eru á hraðri niðurleið, sem betur fer, enda gerist EKKI NEITT í málefnum heimila landsins.
Þvílík og önnur eins aumingjaríkisstjórn hefur aldrei setið að völdum á Íslandi.
Sigurður Sigurðsson, 21.9.2009 kl. 11:17
Stundum er hægt að komast að kjarna málsins í mjög stuttu og hnitmiðuðu máli og það gerir þú að framan. Mér finnst að við, sem styðjum þessa ríkisstjórn í hennar rústabjörgun, látum ekki nægilega í okkur heyra. Það er með ólíkindum að þeir sem rústuðu þjóðfélagið geti lætt því inn hjá almenningi að núverandi stjórnarflokkar beri ábyrgð á tilurð ICESAVE reikninganna.
Við skulum aldei gleyma því hverjir bera ábyrgð á hruniu. Það eru forystumenn þáverandi í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum og útrásarbullurnar sem norfærðu sér ástandið, eftirlistsleysið og nýfrjálshygguna til að búa til stóru lotbóluna, búa til peninga sem ekki sáust og voru aldei til.
Þetta hlaut að springa en við erum flest svolítið samsek að því leyti að við vorum allt of bláeyg, héldum að of lengi að það væri eitthvað vit í því sem bankagaurarnir boru að bralla.
Líttu inn á bloggið mitt: siggigretar.blog.is
Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.9.2009 kl. 11:17
Til að taka af allan vafa þá var ég að framan að tala til þín Þórdís Bára en ekki til nafna míns Sigurðar Sigurðarsonar. Það eru einmitt það sem kemur frá ruglukollum eins og honum sem við þurfum að kveða niður með rökum þó það sé erfitt að nota rök gegn þeim sem setja ekkert fram nema neikvæð gífuryrði og bull.
Værir þú Sigurður Sigurðarson færari um að leiða þjóðina út úr hremmingunum sem þessir tveir gömlu flokkar og nýfrjálshyggjuliðið kom okkur í? Hvað mundir þú gera, settu fram heilsteypta áætlun um björgunina.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.9.2009 kl. 11:23
Pétur: hver sagði að það sé í lagi? þetta er ekkert í lagi. Þetta er örugglega gert af illri nauðsyn fyrst Ögmundur gerir þetta og það er íhaldinu að kenna það er hún sem keyrði allt í kaf hérna.
Sigurður Grétar: allt sem þú segir er rétt og hægri mennirnir hljóta að vita það en þeir kjósa að stinga hausnum í sandinn. Lítilmannlegt finnst mér.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.9.2009 kl. 11:31
Þórdís, mig langar til að mynna þig á að í ríkisstjórn Samf. og Sjálfstfl. var Björgvin Sigurðsson Bankamálaráðherra og fyrverandi ráðherra Krata, Jón Sigurðsson formaður fjármálaeftirlits. Í Ríkisstjórninni þar á undan var Valgerður (Framsókn) fjármálaráðherra og Framsóknarmenn lögðu mikla áherslu á sölu bankana. Vissulega samþykktu Sjálfst. menn það með Framsókn. Reyndu að hafa staðreyndir réttar.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.