Endalok Morgunblaðsins.

Hef verið áskrifandi að Morgunblaðinu í 30 ár og aldrei misst úr mánuð.  Hann hefur verið hluti af morgunkaffinu öll þessi ár og lengur. En nú er þetta búið því miður.  Blaðið hefur orðið öfgunum að bráð.  Þó ég hafi alltaf vitað að Styrmir og Ólafur væru Sjálfstæðismenn og hefðu önnur sjónarmið en ég að mörgu leyti þá gat maður einhvern veginn alltaf treyst því að Morgunblaðið væri öruggur fréttamiðill. 

Að ráða Davíð Oddsson sem ritstjóra blaðsins er heimskulegasta ráðning sem nokkurn tímann hefur verið gerð.  Þetta eru slæmu fréttirnar.  Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú hyllir í fyrsta skipti undir það að þeir sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið hafi fullnaðarsigur. Það er engin spurning að öfgamaðurinn Davíð Oddsson  mun á skömmum tíma  eyðileggja málstað þeirra sem eru á móti Evrópusambandinu. Maður getur þá alltaf huggað sig við það þegar maður fer í morgunkaffið án Moggans.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við hjúin ætlum að hringja inn uppsögn á langri áskrift í fyrramálið. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.9.2009 kl. 23:05

2 identicon

Bless, bless.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Skarplega skrifað hjá þér Þórdís Bára og hverju orði sannara, að mínu mati.

Í gær sagði ég upp áskrift minni að Morgunblaðinu eftir 28 ára samfylgd með þó nokkrum söknuði. Í dag líður mér eins og ég hafi verið að fylgja góðum kunningja til grafar í gær.

Blaðamenn Foldarinnar, 25.9.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband