Samherjar á móti ESB

Áhugaverð kosning átti sér stað þegar Ásmundur Einar Daðason var kosinn formaður Heimssýnar sem berjast á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þetta er áhugavert vegna þess að þingmaður VG var kosinn formaður samtakana.  Nú liggur fyrir að flokksforysta Sjálfsstæðisflokksins og flokksforysta Framsóknarflokksins er á móti ESB þó að vitað sé að stór hluti stuðningsmanna þessara flokka styðji aðild að ESB.  Hér er því á ferðinni mjög áhugaverð goggunarröð andstæðinga ESB.  Fremstur í flokki er þingmaður VG og fyrir aftan hann í röðinni koma Bjarni Ben, Illugi, Sigmundur Davíð og Höskuldur, Styrmir Gunnarsson og loks Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn.

Mjög áhugavert verður að fylgjast með því hvort forystumenn Framsóknarflokksins og Sálfstæðisflokksins taki við fyrirskipunum frá VG.  Auðvitað er þetta alveg vonlaus fyrirkomulag sem mun stuðla að því að mikill meirihluti þjóðarinnar mun styðja aðild að ESB þegar þar að kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu get ég ekki verið sammála.

Í fyrsta lagi tel ég alls ekki að stór hluti sjálfst. og framsóknar séu með aðild heldur alger minnihluti þeirra, það var jú  um tíma hávær minnihluti því einhverjir þeirra héldu að það gæfi þeim atkvæði, en sáu fljótt að það var mikill misskilningur. Alltaf gott þegar menn rata af villu síns vegar.

Í öðru lagi skiptir það ekki máli hvað þetta mikilvæga mál varðar hvar í flokki menn standa, því sem betur fer er  meirihluti af skynsömum mönnum  og konum  í öllum flokkum nema kannski Samfylkingu, (en það finnst þó einn og einn slíkur sem starfar með okkur), sem skilur að þarna er sameiginlegt markmið að stefna að, óhað hægri eða vinstri, blátt eða rautt.

það fer eðlilega  í taugarnar á einstaka manni hvað okkur vex fiskur um hrygg, en það er í sjálfu sér ekkert sem þarf að pirra sig á heldur gleðjast,  því það sýnir að fólk er farið að hugsa sjálfstætt og kaupir ekki hvað sem sagt er lengur og yfir því ættu allir að geta glaðst, hvar í flokki sem menn standa.

Með kveðju að austan

(IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykkur frúnni að austan. Þetta mál sameinar heilbrigt og hugsandi fólk í öllum flokkum.

Árni Gunnarsson, 22.11.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband