Að virða ekki lýðræðið.

Að virða ekki lýðræðið er hættuleg stefna og nýtt í íslenskum stjórnmálum. 

Ungu stjórnmálamennirnir hafa ekki þroska til að sitja á Alþingi. Þeir haga sér eins og smákrakkar.

Pétur Blöndal er nú ekkert unglamb lengur en hann hagar sér sennilega verst.  Maður skyldi ætla að hann ætti að hafa meiri þroska en kollegar hans á þinginu sökum aldurs og reynslu.  Hann er bara alveg að missa sig maðurinn. 

Hvað svo ef þeim tekst að eyðileggja Icesave málið með þessum ólýðræðislega hætti og stjórnin fellur. Á þá næsta stjórnarandstaða að haga sér eins og þessir gera nú. Virða ekki lýðræðið og mala og mala endalaust mest um stjórn foresta, um matartíma og lengd funda.

Núverandi stjórnarandstöðu er alveg sama um fólkið í landinu. Kjör þess og líðan. Hún vill bara ná völdum. Sama hvernig.

Hvar endar þetta?  Þetta er mikið áhyggjuefni. Reyndar skil ég ekki hvers vegna forseti Alþingis bindur ekki enda á þessi ósköp.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú þurfir að rifja upp hvernig núverandi stjórnarflokkar voru í stjórnaranstöðu. Í því samhengi er þessi umræða dálítið brosleg.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bíddu nú...stjórnarandstaðan er að reyna allt sitt til að sýna framá að það er ekki okkar að borga... og afhverju ætti þjóðin að fara í ánauð í áratugi ef hún þarf það ekki...stjórnarandstaðan er líka marg búin að segja að hún vill ekki í þessi sæti, en hún vill heldur ekki að íslendingar láti  troða á sér, og verði neiddir til að borga lánaskuld sem er ekki okkar Íslendinga að borga.. Það væri ekki að ræða það að Íslenska þjóðin borgi þessa óreiðuskuldir þessara manna...voru orð Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur. í Kosningarbaráttunni...og hlutu kosningu vegna þessara orða sinna meðal annars.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.12.2009 kl. 13:04

3 identicon

Sjálfum finnst mér nú mun meiri vanvirðing við lýðræðið fundarstörf þau sem Alþingi er boðið upp á þessa dagana. Það að halda fundum áfram allan sólarhringinn og að bjóða stjórnarandstöðu einfaldlega að skipta sér upp hver talar... Kannski misstu stjórnarliðar af því að það skiptir hugsanlega jafnvel meira máli að hlusta til að fólk geti deilt sín á milli um mismunandi sjónarmið.

Ef eitthvað er, þá finnst mér sorglegt og vanvirðing við lýðræðið að þora ekki að verja þennan hryllilega samning sem stjórnarliðar ætla að samþykkja, ekki frá Alþingi augljóslega þar sem fáir stjórnarliðar virðast þora þar inn þessa dagana.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 13:20

4 identicon

" verði neiddir til að borga lánaskuld sem er ekki okkar Íslendinga að borga.. "

Hvenær ætlar fólk að skilja það að þetta snýst ekki um neitt slíkt. Það er ekki eins og Icesavemálið sé til í einhverju lofttæmi og það hangi ekkert á spýtunni. þið sem talið gegn því að borga verðið að fara að skilja eitt og það er að Holland og Bretland kaupa 46% af HEILDAR'UTFLUTNINGI Íslendinga.

Hvað haldið þið virkilega að gerist ef við segjumst ekki ætla að borga skuldir sem voru með ríkistryggingu sama hversu óréttlátt það kann að vera. Það sem eftir stendur er að Landsbankamenn STÁLU hundruðum milljarða af innlánsfé útlendinga, þessir sömu aðilar NB fengu bankann að gjöf fyrir tilstilli sjálfstæðisflokksins og þeirra sem þar réðu ríkjum á þeim tíma. Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar tryggðu svo ÖLL innlán allra íslendinga en létu erlenda viðskiptavini þessa sama banka sitja uppi með gríðarlegt tap, slíkt gengur ekki upp að mismuna viðskiptavinum sama banka með þessum hætti og mun ekki standast neina skoðun hjá neinum dómstóli.

En hvað sem öllu slíku líður þá er það alveg öruggt að þessi LANGSTÆRSTU viðskiptalönd okkar munu ekki taka því þegjandi ef við neitum að greiða og það er minnsta mál fyrir þá að snúa sér til Noregs og annarra landa sem selja sömu vöru og við og láta okkur éta það sem úti frýs.

Þið sem talið stanslaust gegn því að klára icesave hvaða ráð hafið þið til að bregðast við því að næstum 50% af útflutningi okkar þorni upp ?

Johann Helgason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 13:24

5 identicon

"Hvað haldið þið virkilega að gerist ef við segjumst ekki ætla að borga skuldir sem voru með ríkistryggingu sama hversu óréttlátt það kann að vera."

Það var engin ríkistrygging, enda er þessi löggjöf að setja eftir á ríkisábyrgð á Icesave. Á sömu nótum er ESB að breyta einmitt þessum reglum og leyfi ég hverjum og einum að túlka ástæðu þess.

 Það kann að vera að Bretar og Hollendingar verði fúlir. Þú bendir á að þeir geti léttilega verslað við önnur lönd en minnist ekki á að við getum þá einfaldlega verslað við önnur lönd líka. Bandaríkjamenn, Rússar og Kína eru dæmi um lönd sem ég efast stórlega um að muni fylgja _hugsanlegum_ viðskiptaþvingunum sem Bretar og Hollendingar kunna að beita.

Og að lokum eru flestir ekki endilega að benda á að við gefum þeim einfaldlega fingurinn, heldur vantar að Íslendingar hafi eitthvað grætt í þessum samningarviðræðum. Eins og "samningurinn" stendur núna hefðum við bara geta sleppt að senda þessa svokölluðu samningsnefnd úr landi og bara sætt okkur við allt sem þeir segja, því það er einmitt það sem þessi "samningur" gerir. Sumarþingið var á endanum að reyna að setja eitthvað af okkar samningsmarkmiðum inn, en því var hent strax út af Bretum og Hollendingum. Ef þeir eru ekki tilbúnir að koma til móts við okkur að einhverju leiti er ég persónulega ekki tilbúinn til að koma til móts við þá at all.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jóhann þar slóstu naglann á höfuðið það skiptir nefnilega ekki máli hvort Bretar og Hollendingar versli við okkur eftir Icesave samningin vegna þess að ef við borgum eins og hann er upp settur þá dugir þessi útflutningur alls ekki til að borga vextina sama hvað hver segir þá á þessi Icesave samningur að fara út af borðinu. Þórdís að sjálfsögðu vill stjórnarandstaðan ná völdum þannig eru flestir íslendingar sem vilja stjórna og drottna yfir litlamanninum góð og jöfn gildi eru að verða gleymd.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband