Áróðurinn á móti Icesave.

Áróðurinn á móti Icesave er orðinn svo yfirgengilegur að ekki er hægt að sitja undir því lengur.  Menn fara fram í stórum fylkingum og ljúga að sinni eigin þjóð annað hvort gegn betri vitund eða þeir hreinlega skilja ekki um hvað þetta mál snýst. 

Staðreyndin er sú að úr því sem komið var eftir herfilega frammistöðu Landsbanka Íslands  eru þessir samningar um Icesave það besta sem völ er á.  Þeir sem áttu innistæður í Landsbankanum hérna heima fengu þær greiddar 100%.  Þeir sem Landsbankinn plataði til að leggja inn á Icesave reikningana fengu einnig allt borgað en munurinn er sá að við borgum aðeins 20 þús evrur að hámarki en Bretar og Hollendingar borga sjálfir afganginn. 

Við reyndum að klóra í bakkann í fyrrahaust. Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún og Árni Matthiesen reyndu allt hvað þau gátu til þess að komast hjá því að borga nokkuð og fóru m.a. fram á að dómstólar skæru úr um þetta.  Því var algjörlega hafnað af viðsemjendum okkar eins og frægt er orðið sem endaði með því að fulltrúar Íslands samþykktu að fara svonefnda samningaleið með málið.  Í tilefni af því var gert minnisblað sem jafngildir samningi milli þjóða að Íslendingar skyldu borga þessa skuld á 10 árum frá þeim degi á 6,7% vöxtum. 

Þetta var staðan þegar núverandi ríkisstjórn tók við málinu og hún skipaði nefnd til að ganga frá endanlegum samningum.  Sú nefnd náði mjög góðum árangri og gerði samning til 14 ára sem hefur það í för með sér að við byrjum að borga eftir 7 ár af því sem þá verður eftir af skuldinni eftir að eignir Landsbankans hafa komið til lækkunnar á skuldinni.

Þetta er í stórum dráttum Icesave málið í hnotskurn.

Áróðursmeistarar á móti Icesave eru búinir að setja málið algjörlega á hvolf og 70% Íslendinga virðast trúa þessu bulli.  Eitt gott dæmi er framganga svokallaðs inDefence hóps en þar sitja menn daginn út og daginn inn og reikna þjóðina út í svartnættið.   Í fyrsta lagi reikna þeir án þess að blikna að engar eignir komi á móti skuldunum og í öðru lagi eru þeir stöðugt í gjaldeyrisútreikningum sem byggjast á því að Ísland verði í framtíðinni í algjörri einangrun eins og Bjartur í Sumarhúsum forðum.  Auðvitað göngum við í Evrópusambandið og tökum upp evru fyrr en síðar þar með eru allir þessir gjaldeyrisútreikningar að engu orðnir. 

Vil hvetja alla Íslendinga til að hugsa þetta mál af yfirvegun og treysta ekki um of fullyrðingum spunameistaranna.  Það eina sem þeir eru að hugsa um er að nota Icesave málið til að koma ríkisstjórninni frá völdum punktur.  Svo einfalt er það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Þórdís Bára, æfinlega !

Það er nú verkurinn; Þórdís mín.

Að; Íslendingar skyldu láta glepjast, af hraða og spennu milljóna þjóðanna, suður á litla Evrópu skaga, á sínum tíma (EES - Schengen, til dæmis) - í stað þess; að dreifa viðskiptasamböndunum meira, til Vesturheims (hvar; fyrir var jú, stór fisksölumarkaður Bandaríkin - og svo saltfiskurinn, víða í Suður- Ameríku) sem og Rússland - Asía austanverð, og lengi mætti nefna.

Það; að ánetjast gömlu nýlenduveldunum, á Evrópu skaga, er það hættuleg asta, sem fyrir Ísland gat komið, eins og dæmin sanna.

Góðu fréttirnar; hinsvegar, eru þær - að senn mun Austur- Asía taka yfir, hinn úrkynjaða heim ESB; efnahagslega, að minnsta kosti, innan ekki svo mjög langs tíma, og mun þá risið lækka, á Brussel mont fígúrunum, svo sem, hvar; þeir Obama Bandaríkjaforseti - sem og Barroso Evrópu stjóri verða að lúta í lægra haldi, v. stríðsbröltsins, austur í Mesópótamíu (Írak) og Baktríu (Afghanistan), sökum ofuurskulda, við Kínverja; eina og sér - auk annarra.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband