AGS vísar bölmóðinum á bug.

Hressandi var að hlusta á viðtal Þóru Arnórsdóttur í Kastljósinu í kvöld við Mark Flanagan starfsmann AGS.  Þarna kom berlega í ljós enn einu sinni hve áróðurinn gegn Icesave er ómerkilegur. 

Þarna talaði maður með mikla reynslu og sagði auðvitað að Íslendingar þyrftu engu að kvíða og að fráleitt væri að hafna Icesave samningnum af hræðslu við það að þá færi allt til fjandans. þvert á móti var hann mjög bjartsýnn fyrir Íslands hönd og sagði að innan 5 ára værum við aftur komin í fremstu röð með tiltölulega litla skuldabyrði.

Á bak við þessa jákvæðu spá er gert ráð fyrir því að við stöndum í lappirnar og samþykkjum Icesave samninginn.

Það er hins vegar mikill ábyrgðarhlutur að blekkja þjóðina til að hafna Icesave samningnum því það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar um langa framtíð.

Það er kominn tími til að spunameistarar áróðursins horfist í augu við sjálfa sig og viðurkenni að þeir eru ekki að hugsa um hagsmuni fólksins í landinu heldur eingöngu að nota Icesave málið til að koma ríkisstjórnini frá völdum.


mbl.is Samkomulag um aðra endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

því miður kom þessi maður mér þannig fyrir sjónir að hann hefði kolfallið ef hann hefði haft lygamælir í höndunum.Hann sagði að útflutningurinn myndi aukast stórkostlega með nýjum atvinnugreinum og þannig myndum við borga skuldir okkar.Hann gat samt ekki bent á neina nýja atvinnugrein.Hann sagði að slíkt hefði gerst í öðrum löndum, en gat samt ekki bent á neitt land.Maðurinn er stórhættulegur lygalaupur og fáviti.

Sigurgeir Jónsson, 14.12.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Sigurgeir.  Ég fékk ekki þessa sömu tilfinningu og þú. Fyrir mér kom hann fyrir sjónir sem skynsamur maður sem talaði af reynslu. Þessi þróun sem hann ýjaði að um eflingu útflutningsatvinnuvegana er þegar komin í ljós og mun örugglega aukast mikið í næstu framtíð. Þessi gjaldeyriserfiðleikar sem um er rætt eru einnig orðum auknir og engin ástæða til þess að halda annað en að við höfum nægan gjaldeyrir til að borga afborganir af lánum. Til viðbótar því ef við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga í ESB og taka upp evru mun þetta gjaldeyrisvandamál hverfa endanlega. það má ekki gleyma því að tveir af þremur bankanna eru nú þegar komnir í erlenda eigu sem mun auka aðgengi að erlendum gjaldeyri til landsins.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.12.2009 kl. 21:43

3 identicon

Ég hef hitt þennan mann persónulega, ég verð því miður að segja að ekkert af því sem hann sagði var mjög sannfærandi.

Hann reyndi að koma sér hjá því að svara málefnalegum spurningum og fór út í kjaftavaðal sem hékk ekki saman. Reyndar sagði hann skýrt að gengi krónunnar myndi vera svipað og núna næstu 10 árin og að hann myndi sjálfur flytja úr landi ef hann væri Íslendingur í dag og hefði tækifæri að að vinna annar staðar.

Mér finnst undarlegt að þú skulir kalla fólk spunameistara sem hefur lagt mikið á sig að kynna sér störf AGS, Icesave og fleiri mál sem lúta að þjóðfélagi okkar í dag. Hvers vegna gerir þú það? Núna er einmitt tíminn þar sem við eigum að vera að spyrja spurninga og reyna að fá raunhæf svör við þeim.

Þér að segja þá er ESB ekki björgunin. Þegar og ef við göngum í ESB eru mjög strangar reglur í sambandi við upptöku Evrunnar. Það hefur með verðbólgu, vexti og ýmislegt annað að gera. Fyrir utan að þá verðum við fyrst að fara í svokallað EMUII samstarf sem tengir krónuna við Evruna, það er gert á gengi sem er ákveðið af ráðherraráðinu, evrópska Seðlabankanum og okkar fólki. Ef við horfum á gengið í dag þá getum við gefið okkur að við munum enda á ca. 130-160 kr. gagnvart Evrunni. Gengið má þá bara fara upp eða niður +- 0,15%.Það gefur sig að krónan verður að vera orðin vel stabíl til að geta þetta.

Það er auðvelt að vita hvað kemur út úr ESB aðild og hvernig það ferli mun líta út, það nægir að kynna sér samninga annara landa og regluverk ýmislegt, líka aðlútandi Evru upptöku.

Eitt er víst ESB kemur ekki á óvart og fylgir sínu ferli eins og það hefur alltaf gert.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öflun gjaldeyris með útflutningi hefur ekkert með eignarhald á bönkunum að gera.Ekki heldur aðild að ESB.Markaðir ESB eru okkur nú þegar opnir í gegnum EES.Nú þegar er skuldsetning okkar slík að við sjálf höfum ekki aðstæður til að stofna til nýrra atvinnugreina til gjaldeyrisöflunar.Eins og þessi maður talaði þá gæti ég helst haldið að maðurinn hefði aldrei komið nálægt fjármálum.En hefur þú skoðað ársreikninga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og veit einhver hverju þessi maður hefur bjargað og hvar það var.Mín tilfinning er slík að annaðhvort er maðurinn lygalaupur, fáviti, eða hann heldur að Íslendingar séu fífl.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 14.12.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband