Jóhanna er hreinskilin.

Alveg dæmalaust er hvað Íslendingar eiga erfitt með að viðurkenna augljósar staðreyndir.  Það vita allir sem vilja vita að í hruninu í fyrra snéru allir við okkur baki nema við bæðum um aðstoð hjá AGS. 

Bandaríkjamenn sneru algjörlega við okkur baki og norðurlandaþjóðirnar, frændur okkar og vinir buðust til að aðstoða okkur ef við færum nákvæmlega eftir ráðleggingum AGS. Á sama hátt hefur það alltaf legið fyrir að AGS og þar með norðurlandaþjóðirnar og aðrar þjóðir sem hafa boðið okkur lán, allar þessar þjóðir hafa í raun og veru sett það sem skilyrði fyrir aðstoð sinni að við stæðum við Icesavesamninginn.

Það er alveg sama hvernig við bölsótumst út í AGS þá verðum við að viðurkenna að þeir voru bjargvættir okkar.  Svo einfallt er það. Komin er tími til að við dekurbörnin á Íslandi horfumst í augu við staðreyndirnar undanbragðalaust.


mbl.is Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Á Silfri Egils er færsla með tölulegum upplýsingum sem Elías Pétursson tók saman um forsendur AGS (hér).

Bendi líka á fjórðu athugasemdina við færsluna, sem Jóhannes Björn skrifar. Jóhannes hefur djúpa þekkingu á alþjóðlegum efnahagsmálum. Hann varaði mjög sterklega við bankahruni á Íslandi, löngu fyrir hrun. Nánast kortlagði og tímasetti hrunið með sjö mánaða fyrirvara, svo hann veit hvað hann er að tala um.

Haraldur Hansson, 15.12.2009 kl. 20:53

2 identicon

Algjörlega sammála þér !

Jóhanna segir okkur bara nákvæmlega hver staðan er

Heiða (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Er Jóhanna hreinskilin þetta er í fyrsta skiptið sem hún viðurkennir að Icesave er notað á okkur sem grýla, gamla grýla er dauð það þarf icesave að vera líka gagnvart okkur. Betra er að falla hratt en þurfa að gera það hægt og sígandi uns engin vilji er lengur til að stands í skilum!

Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 23:22

4 identicon

Ég á enga frændur eða vini á norðurlöndunum, samt býr þar viðkunnalegt fólk.

Dr mengele verður seint kallaður BJARGVÆTTUR tvíbura þótt hann hafi fjarlægt þá úr röðinni í auschwitz og lengt líf þeirra um nokkrar vikur, en jafnframt aukið þjáningar þeirra.

Ég er ekki dekurbarn þótt illa geti skilið skuld mína gegn öðrum þjóðum. Ég bæði skil og greiði mínar skuldir, þær skrifaði ég undir.

runar (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband