Ríkisstjórnin í sókn

 Ánægjulegt var að heyra að báðir ríkisstjórnarflokkarnir eru í sókn samkvæmt nýjustu skoðunakönnun á sama tíma og fylgi sjálfstæðisflokksins dalar. Þá er athyglisvert að framsóknarflokkurunn virðist fastur í 12% fylgi þrátt fyrir allan   bæslaganginn síðustu misseri.

Einnig kom fram í dag í viðtali við formann samningarnefndarinnar um viðræður við Evrópusambandið og viðræður ganga vel og samkvæmt áætlun. Fólk er smám saman að átta sig á því að auðvitað eigum við að láta reyna á þetta mál. Ekkert er ómögulegt og  virðast góðar líkur á að hægt sé að semja um sjávarútvegsmálin.

Loksins mun vonandi koma að því að þessi þjóð fái sterkan gjaldmiðil, lága vexti, lágt matvöruverð og losni algerlega við verðtrygginguna og lán fólks hækki ekki þó dreifing á rafmagni hækki í  verði en þessa dagana erum við vitni af því vegna þess að gjaldmiðillinn okkar er ónýtur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband