Fylgi við Samfylkinguna stefnir í 40%.

Eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins gaf út þá yfirlýsingu að draga ætti umsóknina um aðild að ESB til baka er ljóst að Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem styður aðild að ESB að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Allir hinir flokkarnir vilja ekki einu sinni sjá samninginn. 

Núna er fylgið við aðild að ESB 35 - 40% og fer vaxandi.  

Allt þetta fólk á engan annan kost en að styðja Samfylkinguna til að eiga möguleika á að komast í ESB.

Þess vegna er rökrétt að áætla að fylgi Samfylkingarinnar fari í 40% í næstu kosningum og jafnvel yfir 50% því fólk mun sannanlega vilja kjósa með lægra vöruverði og meira úrvali neysluvara ekki síst mun fólkið kjósa með lágum vöxtum og engri verðtryggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband