Framsókn bregst.

Því hefur oft verið haldið fram bæði í gamni og alvöru að allir Íslendingar væru Framsóknarmenn inn við beinið. Ástæðan er sú að ótrúlega margir Íslendingar eiga ættir sínar að rekja út á landsbyggðina.  Má þar nefna að fyrir 100 árum bjuggu 7 þús manns í Reykjavík en 3 þús t.d. á Ísafirði.

Vegna þessa uppruna hefur Framsóknarflokurinn löngum verið talsmaður landsbyggðarinnar og ekki síður hefur Framsóknarflokkurinn fram til þessa verið talsmaður almennrar skynsemi hins venjulega Íslendings sem vill hvorki öfgar til hægri né vinstri.

Nú er allt breytt.  Núverandi forysta flokksins hefur breytt honum í öfgaflokk sem sér skrattann í hverju horni með tilheyrandi vanmáttarkennd. Nýjasta afrek þessarar öfgafullu forystu er að hafna þjóðarsamstöðu sem var að nást um afgreiðslu IceSavesamningsins á Íslandi og er það daprara en orð fá lýst.

Sárt er að sjá svona gamlan og góðan flokk verða öfgum og vanmáttarkennd að bráð.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband