Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Málþófsliðið byrjað aftur.

Grátbroslegt er að fylgjast með umræðum sem byrjaðar eru á Alþingi. Málþófsliðið er mætt á staðinn en greinilegt er að liðið er að þynnast.  Sama fólkið kemur í ræðustól aftur og aftur og talar í 10 mín. og síðan koma tveir í andsvar eftir fyrirfram skipulögðu kerfi.  Um leið og ræðumaðurinn er búinn með ræðuna biður hann um orðið aftur.  Þannig geta 10 þingmenn haldið Alþingi í gíslingu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt hjá elstu lýðræðisstofnun í heimi.

Alþingi Íslendinga hefur fram til þessa notið virðingar um allan heim af þeirri ástæðu að þarna takast menn á en síðan hefur alltaf verið viðurkennt að meirihlutinn ræður að sjálfsögðu.

Sumir þessara nýju þingmanna í máþófsliðinu virðast ekki skilja þessa einföldu staðreynd. Heldur hrópa þeir út í tómið, við munum sigra, við munum aldrei gefast upp og svo frv.

Fram að þessu hefur sú hefð alltaf verið á Alþingi að þrátt fyrir illvígar deilur hafa þingmenn alltaf haft þroska til að skilja að það er aðeins einn dómari í málinu. Meirihlutinn hverju sinni ræður hver niðurstaðan verður. 

 Mikilvægt er aðþingmenn átti sig á þessari staðreynd fyrr en síðar.


mbl.is Þingfundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að virða ekki lýðræðið.

Að virða ekki lýðræðið er hættuleg stefna og nýtt í íslenskum stjórnmálum. 

Ungu stjórnmálamennirnir hafa ekki þroska til að sitja á Alþingi. Þeir haga sér eins og smákrakkar.

Pétur Blöndal er nú ekkert unglamb lengur en hann hagar sér sennilega verst.  Maður skyldi ætla að hann ætti að hafa meiri þroska en kollegar hans á þinginu sökum aldurs og reynslu.  Hann er bara alveg að missa sig maðurinn. 

Hvað svo ef þeim tekst að eyðileggja Icesave málið með þessum ólýðræðislega hætti og stjórnin fellur. Á þá næsta stjórnarandstaða að haga sér eins og þessir gera nú. Virða ekki lýðræðið og mala og mala endalaust mest um stjórn foresta, um matartíma og lengd funda.

Núverandi stjórnarandstöðu er alveg sama um fólkið í landinu. Kjör þess og líðan. Hún vill bara ná völdum. Sama hvernig.

Hvar endar þetta?  Þetta er mikið áhyggjuefni. Reyndar skil ég ekki hvers vegna forseti Alþingis bindur ekki enda á þessi ósköp.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn mala háttvirtir þingmenn.

Á meðan að stjórnarflokkarnir róa lífróður til að bjarga okkur upp úr ógöngunum með óvinsælum aðgerðum sem snerta hag allra hópa í samfélaginu standa stjórnarandstöðuþingmenn upp í pontu hver eftir annan og mala og mala.

Ekkert kemur frá þeim af viti náttúrulega bara kvart og kvein. Þeir setja sig á háan hest þeir, þau hin sömu og sigldu þjóðarskútunni í strand. Er þetta ekki makalaust.  

Nú er okkur boðið upp á það að horfa á þessi ósköp í beinni útsendingu og hvet ég fólk til þess að notfæra sér það sér til fróðleiks. Eftir að hafa horft á þessa leiksýningu öðru hverju núna síðustu daga verð ég því miður að taka undir með Steingrími J. fjármálaráðherra þegar hann efast um það að þingið geti klárað þessi erfiðu mál sem nú liggja fyrir og verður að klára strax. 

Meðalmennskan ríður ekki við einteyming hjá stjórnarandstöðunni og ekki nóg með það að þeir virðast vera algjörlega óábyrgir.  Lýðræðið verður að hafa sinn gang þó að niðurstaðan sé ekki alltaf eftir höfði manns og þeir sem geta ekki horfst í augu við þessa augljósu staðreynd eiga ekki að sitja á Alþingi. 

 

 


Alþingi til skammar.

Var að að fylgjast með störfum Alþingis á laugardaginn í sjónvarpinu.  Er skemmst frá því að segja að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds að fylgjast með störfum aþingismanna þennan dag.

Er þetta virkilega blómi þjóðarinnar, því langt er síðan ég hef orðið vitni að annarri eins meðalmennsku mér liggur við að segja lágkúru.  Engu máli skiptir hvort þingmenn voru í stjórn eða stjórnarandsöðu.  Forseti þingsins virðist gat ekki einu sinni gefið upplýsingar um hvort gefið yrði matarhlé eða ekki og hvort gert væri ráð fyrir hvort haldinn yrði  kvöldfundur eða ekki.  Þessi tilgangslausi hroki gaf stjórnarandstöðu þingmönnum endalaus tilefni til að fara í pontu og spyrja um þessa sjálfsögðu hluti.

Sömuleiðis var framkoma stjórnarandstöðu þingmanna fyrir neðan allar hellur.  Það er búið að stagast á þessu  Icesave máli svo mánuðum skiptir. Það er auðvitað óforsvaranlelgt að halda úti endalausu málþófi í stað þess einfaldlega að kjósa um þetta mál. 

Allir vita að málþóf getur ekki endað nema á einn veg og því eru þingmennirnir eingöngu að skemma fyrir störfum þingsins. Auðvitað verður lýðræðið að hafa sinn gang hvort sem okkur líkar það betur eða ver. 


Samherjar á móti ESB

Áhugaverð kosning átti sér stað þegar Ásmundur Einar Daðason var kosinn formaður Heimssýnar sem berjast á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þetta er áhugavert vegna þess að þingmaður VG var kosinn formaður samtakana.  Nú liggur fyrir að flokksforysta Sjálfsstæðisflokksins og flokksforysta Framsóknarflokksins er á móti ESB þó að vitað sé að stór hluti stuðningsmanna þessara flokka styðji aðild að ESB.  Hér er því á ferðinni mjög áhugaverð goggunarröð andstæðinga ESB.  Fremstur í flokki er þingmaður VG og fyrir aftan hann í röðinni koma Bjarni Ben, Illugi, Sigmundur Davíð og Höskuldur, Styrmir Gunnarsson og loks Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn.

Mjög áhugavert verður að fylgjast með því hvort forystumenn Framsóknarflokksins og Sálfstæðisflokksins taki við fyrirskipunum frá VG.  Auðvitað er þetta alveg vonlaus fyrirkomulag sem mun stuðla að því að mikill meirihluti þjóðarinnar mun styðja aðild að ESB þegar þar að kemur.


Óábyrg stjórnarandstaða.

Maður getur ekki orða bundist yfir því hvernig stjórnarandstaðan hagar sér við afgreiðslu Icesave málsins.  Sennilega hafa aldrei verið jafnóhæfir forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eins og nú um stundir. 

Sjúklegt valdabrölt ræður öllum þeirra orðum og gerðum. 

Í þessu erfiða máli sem Sjálfstæðisflokkurinn kom yfir þjóðina sl. haust var ekki aftur snúið í grundvallaratriðum.  Með þrotlausri vinnu hefur þessari ríkisstjórn tekist að snúa af verstu agnúana þannig að nú efast engin sannngjarn maður lengur um að við getum auðveldlega lokið þessu máli.  Um þetta eru allir sammála í þóðfélaginu bæði atvinnurekendur og launþegar auk þess sem þetta skapar forsendur til lækkunar vaxta og afnám gjaldeyrishaftanna. 

Málið er orðið algjörlega augljóst en þrátt fyrir það reyna þessir, ég á ekki orð yfir þá, að skapa úlfúð og tortryggni meðal þjóðarinnar með endalausu bulli og bulli og bulli sjálfum sér til skammar.  sú stund mun koma fyrr en síðar að þjóðin sér í gegnum þessa labbakúta.
mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok Morgunblaðsins.

Hef verið áskrifandi að Morgunblaðinu í 30 ár og aldrei misst úr mánuð.  Hann hefur verið hluti af morgunkaffinu öll þessi ár og lengur. En nú er þetta búið því miður.  Blaðið hefur orðið öfgunum að bráð.  Þó ég hafi alltaf vitað að Styrmir og Ólafur væru Sjálfstæðismenn og hefðu önnur sjónarmið en ég að mörgu leyti þá gat maður einhvern veginn alltaf treyst því að Morgunblaðið væri öruggur fréttamiðill. 

Að ráða Davíð Oddsson sem ritstjóra blaðsins er heimskulegasta ráðning sem nokkurn tímann hefur verið gerð.  Þetta eru slæmu fréttirnar.  Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú hyllir í fyrsta skipti undir það að þeir sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið hafi fullnaðarsigur. Það er engin spurning að öfgamaðurinn Davíð Oddsson  mun á skömmum tíma  eyðileggja málstað þeirra sem eru á móti Evrópusambandinu. Maður getur þá alltaf huggað sig við það þegar maður fer í morgunkaffið án Moggans.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárt að taka til eftir íhaldið.

Það er ekkert grín að sópa gólfið, moka flórinn eftir íhaldið þ.e. Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn undir stjórn Davíðs Oddsonar.  Ekket grín, þvert á móti mjög sárt og það tekur mörg ár. Nú verða vinstri menn að standa saman á erfiðum tímum, styðja við bakið á stjórnvöldum og passa að hægri mennskan fljóti ekki aftur upp á yfirboðið og útrými því sem eftir er af Íslandinu góða.

Það færi betur ef VG væru einn þingflokkur en ekki fimm. Þá væri Icesave málið í höfn og uppbygging landsins hafin.


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga einkahlutafélag í Paradís.

Undirrituð verður sífellt meira undrandi af fréttum sem nú berast daglega af bankahruninu mikla.  Hélt í fyrstu að aðalatriðið í málinu væri það að við hefðum lent í alþjóðlegri bankakreppu og hefðum orðið fórnarlamb hennar.

Nú er hins vegar að koma í ljós og á eftir að koma enn betur fram að megin orsakavaldurinn erum við sjálf.  Óskiljanleg og jafnvel glæpsamleg græðgi virðist hafa ráðið ferðinni 

Einkavæðing bankanna virðist alveg hafa mistekist. Í stað þess að fá meiri samkeppni sem var hið yfirlýsta markmið kom til einkavinavæðing sem gjörsamlega  rústaði bönkunum.  Eigendur bankanna sem fengu lán hver hjá öðrum til að geta eignast þá að nafninu til virðast hafa vaðið yfir hina ungu og óreyndu bankastjóra og notað innlán almennings til að fá lán fyrir eigin fyrirtæki, fyrirtæki skyldmenna, fyrirtæki vina og vandamanna og tengdra aðila. 

Það flottasta í málinu var að stofna endalaus einkahlutafélög með flóknum eignatengslum til að blekkja eftirlitsaðila og skattayfirvöld. Það alflottasta var síðan að fá yfirmenn og sérfræðinga í bönkunum til að stofna fyrir sig einkahlutafélög í Paradís á Karabíska hafinu.

Eftir situr hnípin þjóð í vanda og tugþúsundir heimila eru í gífuregum erfiðleikum.

Þetta sýnir okkur ótvírætt að við hefðum lent í þessu bankahruni þó erlenda bankahrunið hefði ekki komið til. Frjálshyggjumennirnir sem stóðu að einkavæðingu bankanna án þess að setja nokkrar reglur eða hömlur bera mikla ábyrgð á því hvernig fór. Hvernig gátu menn verið svona heimskir?


Bjarni Ben þarf ekki að segja af sér.

Loksins hefur Alþingi samþykkt ríkisábyrgð vegna IceSave samningana. Auðvitað eru auknar skuldbindingar ekki fagnaðarefni út af fyrir sig en hins vegar hljóta allir sanngjarnir menn að viðurkenna að þetta var nauðsynlegt skref í því uppbyggingarstarfi sem framundan er til að rétta við efnahag þjóðarinnar. Um þetta eru forystumenn atvinnurekenda og launþega sammála.

Móðursýkin og æsingurinn í kringum þetta mál hefur verið með ólíkindum og er mál að linni. 

Sjálfstæðisflokkurinn kom fram af heilindum í málinu og stóð að fyrirvörum með stjórnarflokkunum.  Þegar á hólminn kom var hann samt ekki tilbúinn að samþykja frumvarpið í heild þó hann hefði samþykkt allar breytingartillögur sem gerðar voru af meirihluta í Fjárlaganefnd.

Dáldið skrýtin framkoma en á sér sennilega einhverjar pólítískar skýringar eins og að róa Sjálfstæðismenn sem geta ekki hugsað sér að vera sammála Samfylkingunni um eitt eða neitt.

Það vekur hins vegar nokkra furðu þegar að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins  heldur því fram að hafni Bretar og Hollendingar fyrirvörunum þá þurfi ríkisstjórnin að segja af sér.

Þessu er ég algjörlega ósammála. Hafni Bretar og Hollendingar fyrirvörunum þarf einfaldlega að semja uup á nýtt og engin þarf að segja af sér hvorki ríkisstjórnin né Bjarni Benediktsson.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband