Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.5.2009 | 19:47
Er hægt að starfa með VG
Dapurlegt var að hlýða á fulltrúa VG í eldhúsdagsumræðunum í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar telfdi Steingrímur fram þeim þingmönnum VG sem hatrammastir eru á móti ESB. Þetta vekur upp spurningu um hvort VG eru yfirleitt samstarfshæfir.
Málatilbúnaður VG er með slíkum ólíkindum að þeir eru við það að sprengja sig út úr Íslenskri pólítík. Hvers vegna í ósköpunum má ekki sækja um aðild að ESB og kanna hvað þeir hafa að bjóða og kjósa svo um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekkert er eðlilegra og ekkert er sjálfsagðara það hljóta allir réttsýnir menn að sjá.
Samfylkingin þarf greinilega að fara að hugsa sinn gang það eru takmök fyrir því hvað lengi er hægt að púkka upp á þetta steinaldarfólk.
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 19:43
Er hægt að starfa með Vinstri Grænum?
Dapurlegt var að hlýða á fulltrúa VG í eldhúsdagsumræðunum í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar telfdi Steingrímur fram þeim þingmönnum VG sem hatrammastir eru á móti ESB. Þetta vekur upp spurningu um hvort VG eru yfirleitt samstarfshæfir.
Málatilbúnaður VG er með slíkum ólíkindum að þeir eru við það að sprengja sig út úr Íslenskri pólítík. Hvers vegna í ósköpunum má ekki sækja um aðild að ESB og kanna hvað þeir hafa að bjóða og kjósa svo um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekkert er eðlilegra og ekkert er sjálfsagðara það hljóta allir réttsýnir menn að sjá.
Samfylkingin þarf greinilega að fara að hugsa sinn gang það eru takmök fyrir því hvað lengi er hægt að púkka upp á þetta steinaldarfólk.
21.4.2009 | 20:22
Ragnar Arnalds, ekki meir.
Fróðlegt var að fylgjast með viðræðum Benedikts Jóhannessonar og Ragnars Arnalds nú í Kastljósinu. Þar kom fram að Ragnar Arnalds kaus að sleppa grundvallaratriðum í stöðu þjóðarinnar til þess að þjóna ofstækisfullum skoðunum sínum á móti Evrópusambandinu.
Ábyrgð Ragnars er mjög mikil vegna þess að fólki hættir til að trúa þessum góðlega manni. Hvers vegna í ósköpunum leggst hann svona lágt til þess að þjóna lund sinni. Auðvitað veit hann um hvað málið snýst. Í umræðunum þóttist hann ekki skilja þá mikilvægu staðreynd að Íslendingar eru á góðri leið með að einangrast. Gjaldmiðillinn er ónýtur og ef við förum ekki í samstarf við vinarþjóðir okkar munum við hvergi fá lán erlendis hvorki til að byggja upp nýtt atvinnulíf né til þess að fyrirtæki sem nú þegar skulda geti borgað af lánum sínum. Því til þess að það sé hægt þurfa þau að hafa aðgang að nýju erlendu lánsfé.
Ef ekkert verður að gert og stefna Ragnars Arnalds verður ofan á mun íslenskt atvinnulíf blæða út endanlega og annað hrun fyrirsjáanlegt. Sem betur fer, fer þeim fækkandi sem hlusta á áróður manna á borð við Ragnar Arnalds.
Ragnar Arnalds, ekki meir, ekki meir.
28.3.2009 | 11:38
Einangrunarsinnar.
Alltaf er að koma betur og betur í ljós að í landinu eru í raun tvær þjóðir. Annars vegar eru þeir sem vilja eiga samleið með Evrópuþjóðum og vilja sækja um aðild að ESB og vilja taka upp evru og hins vegar eru þeir sem vilja einangra þjóðina frá samstarfi við aðrar þjóðir.
Á landsfundi VG og Sjálfstæðisflokksins hefur þetta komið mjög sterklega fram. Þetta furðulega viðhorf að vilja einangra þjóðina frá samstarfi við aðra er óskiljanleg eða í besta falli ótrúlega heimskuleg. Þessi ofsa hræðsla við viðræður um aðild að ESB verður ekki skýrð með neinum venjulegum rökum. Heldur er þetta miklu nær trúarofstæki.
Það ætti að vera öllum Íslendingum morgunljóst eftir bankahrunið að auðvitað verðum við að skipta um gjaldmiðil og til þess að það sé hægt verðum við að sækja um aðild að ESB. Svo einfalt er það.
Samfylkingin má vel við una. Hún er núna stærsti flokkur þjóðarinnar og stefnir í það að verða langstærsti flokkur þjóðarinnar þegar að þessari ofsahræðslu einangrunar sinna linnir og skynsamt fólk fer að draga skynsamlegar ályktanir um framtíðina. Eftir sitja þá hluti Sjálfstæðisflokksins og hluti af VG ásamt öllum Björtum í Sumarhúsum og una vel við sitt á Möðrudalsöræfum.
28.2.2009 | 23:51
Bröltið í Jóni Baldvini.
Góðar fréttit bárust í dag um samvinnu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem án efa verður til farsældar fyrir þjóðina.
Á sama tíma og þessar góðu fréttir berast virðist Jón Baldvin alveg hafa tapað dómgreindinni. Með lúalegum hætti ræðst hann að Ingibjörgu Sólrúnu sem hefur tekist það verkefni sem honum tókst aldrei þ.e. að skapa stóran jafnaðarmannaflokk á Íslandi. Þegar Jón hrökklaðist úr pólítíkinni var stuðningur við Alþýðuflokkinn varla mælanlegur. Nú kemur þessi maður aftur fram á sjónarsviðið og ræðst á formann Samfylkingarinnar á sama tíma og hún er í veikindafríi.
Jón Baldvin veit vel að Ingibjörg Sólrún hefur aðeins verið eitt og hálft ár í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hann veit því vel að það er algjörlega fráleitt að kenna henni um mistökin við einkavæðingu bankanna. Hún ber heldur enga ábyrgð á útþennslu bankakerfisins sem síðan leiddi til bankahrunsins.
Þetta veit Jón Baldvin Hannibalsson allt saman en honum virðist vera sama um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Í veikindum Ingibjargar sá hann þarna tækifæri til að koma sinni litlu persónu á framfæri og er það brandari ársins að honum skuli yfirleitt detta það í hug að bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni.
![]() |
Ingibjörg býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 10:44
Davíð reiður og sár.
Átakanlegt var að hlusta á viðtalið við Davíð í gærkvöldi þar sem hans innri maður kom vel fram og þá sérstaklega hve óhemju viðkvæmur hann er.
Sigmar mátti varla segja heila setningu án þess að hann tæki það sem persónulega móðgun og árás á sig.
Ljóst er að Davíð verður að hætta strax allra hluta vegna. Honum líður greinilega illa og engin ástæða er til að framlengja þetta kvalræði.
Davíð virðist misskilja gjörsamlega þá gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. Það dettur engum í hug að hann sé óheiðarlegur eða að hann reyni ekki að sinna sínu starfi vel. Kjarninn er einfaldlega sá að Seðlabankinn undir hans stjórn nýtur einskis trausts í fjármálaheiminum hvort sem mönnum líkar það betur eða ver.
Davíð eyddi löngu máli í að segja frá því hversu mikið hann hefði varað íslensk stjórnvöld við vandanum sem við blasti. Svo þegar aumingja Sigmar spurði í framhaldi af því þeirrar sjálfsögðu spurningar hvort stjórnvöld hefðu þá ekkert hlustað á hann eða brugðist neitt við, þá var það ekki heldur nógu góð spurning því þá var Sigmar að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn. Þannig flosnaði viðtalið upp þar sem engin spurning var nógu góð og viðtalið endaði síðan í einræðu Davíðs þar sem hann í mikilli geðshræringu lýsti því yfir hvað hann væri traustur og góður og engin væri að gera neitt af viti í landsstjórninni. Er ekki komið meira en nóg af allri þessari vitleysu?
24.2.2009 | 22:42
Davíð reiður og sár.
Átakanlegt var að hlusta á viðtalið við Davíð í kvöld þar sem hans innri maður kom vel fram og þá sérstaklega hve óhemju viðkvæmur hann er.
Sigmar mátti varla segja heila setningu án þess að hann tæki það sem persónulega móðgun og árás á sig.
Ljóst er að Davíð verður að hætta strax allra hluta vegna. Honum líður greinilega illa og engin ástæða er til að framlengja þetta kvalræði.
Davíð virðist misskilja gjörsamlega þá gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. Það dettur engum í hug að hann sé óheiðarlegur eða að hann reyni ekki að sinna sínu starfi vel. Kjarninn er einfaldlega sá að Seðlabankinn undir hans stjórn nýtur einskis trausts í fjármálaheiminum hvort sem mönnum líkar það betur eða ver.
Davíð eyddi löngu máli í að segja frá því hversu mikið hann hefði varað íslensk stjórnvöld við vandanum sem við blasti. Svo þegar aumingja Sigmar spurði í framhaldi af því þeirrar sjálfsögðu spurningar hvort stjórnvöld hefðu þá ekkert hlustað á hann eða brugðist neitt við, þá var það ekki heldur nógu góð spurning því þá var Sigmar að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn. Þannig flosnaði viðtalið upp þar sem engin spurning var nógu góð og viðtalið endaði síðan í einræðu Davíðs þar sem hann í mikilli geðshræringu lýsti því yfir hvað hann væri traustur og góður og engin væri að gera neitt af viti í landsstjórninni. Er ekki komið meira en nóg af allri þessari vitleysu?
16.2.2009 | 19:18
Vekur von.
Gleðilegri tíðindi hafa ekki heyrst lengi. Samfylkingin er eina von Íslendinga ef þeir ætla ekki á að verða hér gamaldags líferni ,,a la Amish" og einangrangrast frá umheiminum, ferðast um á hestakerrum, lifa (og klæðast) á því sem landið gefur eins og verður ef einangrunarsinnar ná sínu fram.
![]() |
Samfylkingin stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 19:18
Jón Baldvin grátbroslegur.
Neyðarlegt var að hlusta á ræðuhöld Jóns Baldvins í dag þar sem hann kýs að ráðast óverðskuldað á Ingibjörgu Sólrúnu formann Samfylkingarinnar. Ennþá neyðarlegra var að hlusta á hann fara núna allt í einu að mæra Jóhönnu Sigurðardóttur en eins og allir muna þá bolaði hann Jóhönnu út úr Alþýðuflokknum á sínum tíma þar sem hún gat ekki sætt sig við hægri kratann Jón Baldvin.
Þá er það að lokum ekki bara neyðarlegt heldur bókstaflega hlægilegt að hann er að bjóða sjálfan sig fram til forystu eftir allan þann skaða sem hann hefur valdið með misheppnuðum athöfnum sínum. Þar er af mörgu að taka m.a. klauf hann vinstra samstarf og leiddi Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn til 18 ára valdasetu. Við hljótum að gera þá kröfu til Jóns Baldvins að hann haldi sig til hlés framvegis og að hann hætti að skaða jafnaðarmenn á Íslandi með grátbroslegum tilburðum sínum.
7.2.2009 | 20:07
Mikill biturleiki.
Manni var brugðið af annars kurteisilegu fasi Sturlu og málefnalegri ræðu hans í fréttunum á RUV fyrir stuttu þegar hann allt í einu og alveg út úr samhengi, fer að úthúða fyrri samstarfsflokki sínum. Þetta er annars lenska hjá Sjálfstæðismönnum þegar þeir koma fram. Biturleikinn leynir sér ekki. Það sést hjá minni spámönnum og líka hjá forystunni t.d. þeim Geir Haarde og Þorgerði Katrinu og það vekur athygli að hún talar nú fyrir lengri setu seðlabankastjóra en það er á skjön við það sem virtist vera skoðun hennar fyrir stjórnarslit.
Síðast en ekki síst þá var nú eins og Pétur Blöndal væri að tapa sér á þinginu í gær, þar sem hann talaði máli vinar síns í Seðlabankanum, sem er miklu einelti og órétti beittur finnst honum. Maður bara beið efir að hann missti málið svo mikið var honum niðri fyrir.
![]() |
Sturla og Herdís hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |