Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.2.2009 | 12:57
Ólán að dreyma seðlabankastjóra.
Mig dreymdi af einhverjum furðulegum ástæðum seðlabankastjóra, DO í forgrunni ásamt tveimur öðrum, þeir voru meira eins og í skugga. Þeir sátu í hvítum skyrtum og í jakkafötum í aftursætinu í bílnum hjá mér þar sem ég ók Bústaðaveginn í skammdeginu um daginn.
Nú veit ég að það slíkur draumur er fyrir óláni því seinni partinn daginn eftir þegar ég ætlaði að stíga út úr bínum á bílastæði við Nóatún á Háaleitisbraut kom Land Cruiser jeppi á mikilli ferð, alls ekki á gönguhraða, og reif upp hurðina hjá mér svo lá við að hún rifnaði af. Það kom svo í ljós, mér til undrunar, að ég var dæmd ,,í órétti". Því bjóst ég ekki við. Gott ég var ekki komin með annan fótinn út úr bílnum. Sem sagt ekki dreyma DO seðlabankastjóra í bíl hjá þér.
3.2.2009 | 11:38
Skólastyrkir.
Vegna kraftsins og nýju vindanna sem nú blása yfir þjóðfélagið með nýju stjórnarherrunum er tækifæri á minna aftur á ungmennin, sem langar að halda áfram námi eftir 10. bekk en hafa ekki efni á því. Það er ekki mikið talað um þennan hóp.
Það er ótrúlegt en satt það er ekki jafnrétti til náms á Íslandi. Það er stór hópur unglinga, sem vegna sem lágra launa foreldra, oftast einstæðra, sem hrökklast úr skóla vegna fjárhagserfiðleika og þá sérstaklega ef námserfiðleikar eru líka til staðar en þeir hamla getu þeirra til að vinna með námi.
Hvernig væri að koma á kerfi svipuðu og er á hinum Norðulöndunum, sem við berum okkur svo oft við? Þar er skólastyrkjakerfi e.k. vasapeningar fyrir ungmenni í framhaldsskóla. Það myndi án efa stuðla að frekara námi unglinga sem annars myndu mæla göturnar í atvinnuleysinu sem framundan í samfélaginu. Styrkina væri eflaust hægt að tekjutengja við tekjur foreldra.
2.2.2009 | 19:58
Góð byrjun.
Það virðist kraftur í nýju stjórnarherrunum. Ögmundur heilbrigðisráðherra ætlar að afnema komugjöldin á spítalana fyrir þá sem veikjast, Steingrímur fjármálaráðherra ætlar að hækka skatta á þá sem meira mega sín, Ragna dómsmálaráðherra ætlar að bæta samningsstöðu þeirra sem skulda og Katrín menntamálaráðherra langar að bæta stöðu námsmanna hjá LÍN.
En það er einn hópur í viðbót,Katrín, sem fáir leiða hugann að. Það eru ungmennin sem langar að halda áfram námi eftir 10. bekk en geta það ekki vegna félagslegra erfiðleika t.d. ef foreldrar eru láglauna eða ef um námserfiðleika er að ræða en þeir hamla getu þeirra til að vinna með námi eins og margir gera sem hafa til þess burði. Hvernig væri að skólakrakkar sem eru í ólánshæfu námi fái styrk frá ríkinu svipað og heyrst hefur að nemandur á hinum Norðulöndunum fái? Þarf ekki að vera há upphæð 50 til 70 þús kr á mánuði? væri hægt að tekjutengja við tekjur foreldra. Margir foreldrar eru með tekjur undir 2 m kr. á ársgrundvelli. Það er furðulegt en satt það hafa ekki allir efni á að vera í skóla á Íslandi.
![]() |
Innlagnargjöld afnumin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 16:25
Ræðan hans Guðmundar Andra var snilld.
![]() |
Baðst afsökunar á ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 14:27
Óbreytt stjórnarsamstarf fram að kosningum.
Slæm tíðindi berast af heilsu forsætisráðherrans. Undirrituð verður seint sökuð um að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þrátt fyrir það finnst mér Geir Haarde í samvinnu með Ingibjörgu Sólrúnu hafa unnið mjög gott starf við að koma þjóðinni út úr því öngþveiti sem bankarnir komu okkur í.
Sá æsingur sem núna er uppi innan Samfylkingarinnar og víðar er stórhættulegur þjóðinni. Nú er alls ekki tími fyrir valdabrölt. Má þar nefna varaformann Samfylkingarinnar sem greinilega er í einhverju eiginhagsmunaflippi og er sennilega búinn með framkomu sinni gagnvart formanni flokksins búinn að eyðileggja sína pólítísku framtíð. Þá vona ég að heilagir vættir forði okkur frá því að Steingrímur J. og Ögmundur komist til valda hvorki fyrir né eftir kosningar. Þeir virðast alls ekki skilja í hverju þjóðin hefur lent.
Vonandi berum við gæfu til þess að Geir og Ingibjörg fái áfram að leiða þjóðina í gegnum þrengingarnar a.m.k. fram að kosningum.
Líklegast verður Bjarni Benediktsson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og vonandi bera hann og forysta Samfylkingarinnar gæfu til að halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningar, sækja um aðild að ESB og í framhaldi af því að taka upp Evru. Öll önnur framtíðarsýn í þessum málum er bull og það vita allir hugsandi menn.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 10:36
Ef og hefði...
Samfylkingarfólk eu margir hverjir sammála um að ef ríkisstjórnin hefði haft manndóm í sér til þess að láta fjármálaráðherrann, viðskiptaráðherrann fjármálaeftirlitið og ekki síst seðlabankastjórnina víkja úr stólum sínum strax eftir ,,hrunið" hefði þessi ringulreið og ofbeldisfullu mótmæli sennilega ekki orðið. Svo ekki sé nú talað um ef þessir embættismenn hefðu sjálfir séð sóma sinn í því að segja af sér og það þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt eða nein lög brotið. Þeir eru bara einfaldlega tákngerfingar fyrir ástandið og í forsvari fyrir þær eftirlitsstofnanir sem stóðu sig ekki í stykkinu. Þarna má segja að Samfylkingin beri mikla ábyrgð. Ríkisstjórnin hlustaði ekki á kröfur fólksins í landinu og þess vegna er hrópað ,,vanhæf ríkisstjórn".
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 15:49
Sófamótmæli.
Hér með mótmæli ég því að formennirnir ISG og GHH skyldu ekki segja okkur fyrr frá því að það væri ætlunin að bíða með breytingar eða hrókeringar í ríkisstjórninni fram yfir landsfund. Það lá í loftinu að eitthvað ætti að gerast um áramót svo bara ,púmm" allt datt í dúnalogn en engin skýring.
Pirrandi þessi leynd alltaf hreint og hún er örugglega ein af ástæðunum fyrir reiði fólks.
Pirrandi að mótmælendur skyldu komast upp með að skemma Kryddsíldina. Ég hlakkaði svo til að hlusta og horfa, var búin að koma mér vel fyrir í þægilegum fötum, í þægilegum stól með konfekt og litla kók í gleri.
Gleðilegt ár til allra.
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.1.2009 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2008 | 15:05
Gleðileg jól.
Ég óska öllum gleðilegra jóla og það er alveg sama í hvaða flokki þeir standa og hvaða skoðanir þeir hafa og hvað vitlausar þær eru.
Hér á síðum dagsins fljúga huggunarorðin, spakmælin, hugleiðingarnar og þakklætið og er það gott. Ég vil endilega bæta við í flóruna, segi og hef sagt ,,þeir" eru alla vega ekki búnir að selja ofan af okkur heita vatnið og sundlaugarnar en það er sá fjásjóður dýrastur sem við Íslendingar eigum og þvílík heilsulind bæði fyrir sál og líkama. Það hafa margir reynt og sannað. Nú og svo er það kalda vatnið það besta í heimi, beint úr krananum.
Gleðileg jól!
23.12.2008 | 15:46
Sökudólgar í kreppunni.
Leitin að sökudólgum vegna kreppunnar er að taka á sig hinar fáránlegustu myndir. Auðvitað eru aðal sökudólgarnir í málinu bankarnir sjálfir og þeir sem stjórnuðu þeim. Þessir aðilar tóku vísvitandi mjög mikla áhættu með sínum rekstri sem lýsir sér best í því að skuldir bankana voru 9 þúsund milljarðar eða sem samsvarar sex- faldri þjóðarframleiðslu Íslendinga á einu ári.
Þetta er kjarni málsins. Skuldir bankana voru alltof alltof háar miðað við íslenska hagkerfið og aðeins tímaspurning hvenær þeir myndu hrynja. Málið er ekkert flóknara en þetta.
Þó að útrásarvíkingar hafi fengið stór lán í bönkunum þá eru verða þeir ekki með réttu ásakaðir um fall bankanna. Ef fólk vill mótmæla eiga þeir að snúa sér að stjórnendum gömlu bankana og bankaráðum gömlu bankana. Þetta eru mennirnir. Þetta er fólkið sem tóku þessa rosalegu áhættu sem settu bankana á hausinn og drógu þjóðina með sér í fallinu.
Þá er líka alveg ljóst að þeir sem stóðu að einkavæðingu bankana og þar ber Sjálfstæðisflokkurinn mestu pólítísku ábyrgðina, gerðu mjög mikil mistök á mörgum sviðum t.d. að tryggja ekki að það yrði dreifð eignaraðild að bönkunum. Einnig brugðust eftirlitsstofnanirnar, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið.
Auðvitað hljóta þessir aðilar sem stóðu vaktina í pólítikinni og í eftirlitsstofnunum að víkja fyrr eða síðar. Sárindin og reiðin hjá þjóðinni eru einfaldlega of mikil til að þeir geti setið áfram og skiptir þá engu máli hvort þeir hafi eitthvað til saka unnið eða ekki.
Við skulum passa okkur að vera ekki stöðugt að hengja bakara fyrir smið eins og t.d. virðist vera í tísku núna með því að leggja hatur á Bónusverslanirnar sem halda vöruverði lágu um allt land fyrstir allra verslunarkeðja fram að þessu.
![]() |
Óttast að uppúr sjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 19:22
Konurnar málefnalegar.
Það er áberandi hvað Ingibjörg Sólrún, Þorgerður Katrín og Jóhanna Sigurðardóttir eru málefnalegar, skynsamar og kjarkmiklar. Þær þora geta og vilja, eins og segir í vísunni forðum, setja hagsmuni þjóðarinnar í forgang og segja sitt álit skýrt og skorinort. Nú síðast í dag heyrðum við það í umræðu þeirra um aðildaviðræður í ESB og Jóhanna er aldeilis líka búin að standa föst á sínu í ráðuneytinu sem hún stýrir.
Það er eins og karlarnir séu með meiri væflugang og séu hræddari. Það lítur alla vega þannig út eftir því sem þeir skrifa og tala kapparnir Illugi Gunnars, Sigurður Kári og Bjarni Ben.
Það er greinilegt að það tapar engin á aðildarviðræðum, það hljóta allir að sjá.
![]() |
Hafa ekki tíma fyrir truflun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |