Aðdáunarverð rósemi Steingríms og Jóhönnu.

Aðdáunarvert er að fylgjast með rósemi Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur á þessari ögurstundu sem forseti Íslands kom okkur í með ákvörðun sinni í gær. 

Ekkert skítkast kemur úr þeirra herbúðum á stjórnarandstöðuna heldur horfa þau fumlaust fram á veginn og vinna að því að lágmarka skaðann sem til varð með þessari dæmalausu ákvörðun forsetans.  En hann lagði eld að stjórnarráðinu sem var við það að rísa aftur heilt úr brunarústunum sem 18 ára stjórnarseta íhaldsins skildi eftir sig.

Það er aftur á móti sorglegt að verða vitni að barnalegum árásum Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar á ráðherrana.  Endalausar árásir þeirra eru vægast sagt þreytandi og furðulegt að Bjarni Benediktsson skuli feta svona rækilega í fótspor Sigmundar í hans ósmekklegu baráttuaðferðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hlustaði á byrjunina á blaðamanna fundi Ólafs nú um fjögurleitið. Þar var hann með miklu orðskrúði að pakka inn allskyns túlkunum á atburðum síðustu daga. Hvort Jóhanna og Steingrímur hafi sent honum bréf eða skilaboð og annað sem ekki skiptir neinu fyrir okkur almenning. Við sjáum skaðann og ég tek undir orð þín um yfirvegun Jóhönnu og Steingríms. Horfði á Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Hann var líka afar málefnalegur og yfirvegaður. Stjórnarandstaðan er líka flemtri slegin, að minnsta kosti þau sem eitthvað skilja. Pétur Blöndal "hættur við" þjóðaratkvæðagreiðslu og vill semja og fleiri tala á sama veg. Framsóknarmenn reyna að halda haus og það virðist vera með hjálp hálskraga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband