Flott hjá Steingrími.

Það virðist sem Steingrími sé að takast að lágmarka skaðann sem fosetinn olli okkur Íslendingum, enda stendur ríkisstjórnin eins og klettur á bak við hann og vonandi allir vinstri menn á Íslandi. Vonandi er ekki of snemmt að óska landsmönnum til hamingju.
mbl.is Halda áfram með Íslandslánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar ert þú búin að vera!!!!

ert þú til í að skýra fyrir mig hvað þú átt við þegar þú talar um skaðann sem forsetinn olli okkur???

Jói Bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:20

2 identicon

Sé Steingrímur að gera eitthvað þá er það að klúðra einhverju en ekki að bæta eitt né neitt,því það geta þau ekki í þessari óhæfu og ömurlegu svokallaðri ríkisstjórn.Megi þau aldrei þrífast.

magnús steinar (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Mér finnst Steingrímur vera að kanna álit þjóðanna,en ekki að gera neitt annað.Hann má eiga það að hefur dregið vagninn í þessari ríkistjórn,það má hann eiga.

Hitt er annað mál þá eru yfirlýsingar hans,að hann sé að slökkva elda og lágmarka einhvern skaða,er hann bara  að slá sig til riddara.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.1.2010 kl. 14:19

4 identicon

Af hverju svarar maðurinn ekki efnislega af hverju íslenskir skattgreiðendur eiga að borga þetta??

Getur þú svarað því?

Kannski vildi hann bara ekki fara að kenna Sjálfstæðisflokknum um þetta í Noregi, enda ekki beint málefnanlegt.

Vonandi eru þessi orð nógu "hörð", en hann hefði getað notað tækifærið og sent Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu tóninn fyrir fullt og allt.

Finnur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:48

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það virðist fara mjög í taugarnar á þeim sem skrifa við færsluna þína Þórdís að ríkisstjórninni gangi vel að lágmarka skaðann. Ég er þér fyllilega sammála. Góða helgi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 01:44

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Takk Hólmfríður og sömuleiðis:) 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2010 kl. 09:56

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Finnur. Það er margbúið að skýra það út að vegna þess að neyðarlögin voru sett og íslenskir innistæðueigendur þar með tryggðir fyrir skaða eiga Bretar og Hollendingar sem lögðu pening í sama banka (útibú) líka að eiga innistæður sínar tryggðar.Ríkið yfirtók bankann og þar með bera skattgreiðendur tjónið.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband