14.6.2010 | 21:01
Hrós dagsins fær ríkisstjórnin.
Seiglan í þessari ríkisstjórn er mjög mikil. Þau hafa barist eins og ljón við erfiðustu aðstæður sem komið hafa upp hjá þjóðinni frá stofnun lýðveldisins. Þessu fólki eigum við að þakka. Til viðbótar hefur ríkisstjórnin þurft að berjast við stjórnarandstöðu sem hefur af pólítískri lítilmennsku reynt eftir megni að leggja stein í götu þessa uppbyggingarstarfs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Þórdís.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 00:18
Eins og talað út úr mínu hjarta
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.6.2010 kl. 01:07
villtu segja mér í hverju þetta ætlaða uppbyggingarstarf felst ?
er það kannski.
* Skattahækkanir sem hækka vísitölu og skuldir landsmanna
* Greiða meiri listamannslaus
* Gefa Björgúlfi Thor vilyrði til að stofna nýtt gagnaver
* Tillögur um að breyta skuldum sem nú gætu verið að minnka aftur í meiri skuldir
* Reka seðlabankastjóra af persónulegum en ekki faglegum sjónarmiðum og ráða annan og hækka launin hans.
* Bjóðast til að lækka ólögleg lán um 20% til að fjármálafyrirtækin geti löglega haldið áfram að ræna fólk
* Sækja um ESB aðild gengt vilja 70% þjóðarinnar
* Ríkisvæða hvert einasta einkafyrirtæki og skuldir þess
* Lofa að borga Icesave
* Stöðva framkvæmdir og viðhalda atvinnuleysi
Þú ert kannski til í að segja mér hvað þessi óstjórn hefur gert sem vit er í eða ertu bara of upptekin af einhverri ímyndaðari hugsjón að þú sérð ekki staðreyndirnar, eins og allt hitt vinstri pakkið.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.