Ósanngjörn gagnrýni á Gylfa.

Það hefur vakið furðu mína að einhverjum skyldi virkilega detta í hug að gagnrýna Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra fyrir störf hans.  

Ég legg til að fólk hugsi sig aðeins um áður en það lætur slíkt frá sér fara.  Staðreyndin er nefnilega sú að Gylfi er yfirburðarmaður sem viðskiptaráðherra og þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hann.

Hann verður yfirmaður bankamála þegar allt er hrunið og allir eru sammála um að er miklu alvarlegra heldur en í fyrstu var talið.  Hann hefur lagt nótt við dag við að rífa þetta kerfi á lappirnar aftur með miklum dugnaði og ósérhlífni. Hann er hugrakkur, segir hlutina eins og þeir eru og hann er ekki í vinsældarkosningum.

Það er því eins ósanngjarnt og nokkuð getur verið að gagnrýna þennan mann..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er ég ekki sammála þér Þórdís, hann hefur ekki túlkað dóm Hæstaréttar eins og eðlilegt getur talist. Hvað sem Gylfa sjálfum finnst sanngjarnt sem hagfræðingi þá dæmdi Hæstiréttur lántakendum í vil og því verða fjármálastofnanir að hlýta. Seðlabanki Íslands bætti svo gráu ofan á svart með yfirlýsingu sinni í morgun. Þar er ekki farið að þeim lögum sem gilda um rétt neytenda, eins og formaður HH og talsmaður neytenda hafa bennt á.

Gylfi Magnússon hefur verið farsæll í stafi viðskiptaráðherra og margt gott gert, er örugglega vænsti maður, en  þarna er hann ekki að skora mark að mæinu áliti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.6.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hólmfríður. Ég ætla ekki að blogga um þetta eldfima mál en segi við þig og nokkra aðra mín skoðun er að forsendurnar fyrir lágum vöxtum á gengistryggðu lánunum voru þau að þau voru gengistryggð. Þegar þær forsendur eru farnar þá fara líka lágu vextirnir þetta voru lánakjörin og þau eru ein heild og órjúfanleg. Ef annað breytist, breytist hitt líka.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.7.2010 kl. 22:35

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hæstiréttur hefur þó síðasta orðið. Hvorki viðskiptaráðherra eða við

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:28

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.7.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband