Batnandi hagur þjóðarinnar.þrátt fyrir stjórnarandstöðuna.

Mjög jákvæðar fréttir berast nú daglega um bættan hag þjóðarinnar. 

Kaupmátturinn er að vaxa, gengi krónunnar er að styrkjast, verðbólgan er í lágmarki, vextir fara lækkandi og viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er jákvæður. 

Þetta eru náttúrulega fréttir sem aumingja stjórnarandstaðan þolir ekki.

Í stað þess að fagna þessum góða árangri er stjórnarandstaðan að burðast við að ráðast á Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra sem ég fullyrði að er yfirburðamaður í ráðherraliði stjórnarinnar.  Þessi maður hefur haft það starf að moka flórinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn eftir þeirra ömurlegu stjórn á fjármálum þjóðarinnar eins og alþjóð veit.

Hvert er svo tilefni þessarar fáránlegu árásar á Gylfa.  Jú lögmannstofa út í bæ gerði lögfræðiálit fyrir Seðlabankann.  Í þessu áliti kom fram að hugsanlega væru gengistryggð lán ólögmæt. Vitað er að Gylfi sá aldrei þetta lögfræðiálit Lex. Þó hann hefði frétt af því síðar.  

Kjarni málsins er sá að það skipti engu máli hvort Gylfi hafi sé þetta álit eða ekki.  Það var auðvitað aldrei hægt að nota þetta álit til ákvarðana um gengistryggðu lánin.  Það eru mörg hundruð lögfræðingar í landinu sem hver um sig getur gefið lögfræðiálit.  Það skiptir engu máli hvernig þessi lögfræðiálit eru.  Til þess að taka ákvarðanir verður auðvitað dómsúrskurður að liggja fyrir.  

Þetta var nákvæmlega það sem Gylfi sagði í þinginu. Hann sagði ,,erlend lán eru lögleg en leita þarf dómsúrskurðar til að meta hvort gengistryggð lán séu lögleg eða ekki". 

Svona einfalt er nú þetta mál. Tilraunir stjórnarandstöðunnar til að gera þennan tittlingaskít að einhverju stórmáli eru grátbroslegar. Enda vita þeir að þessi ríkisstjórn mun sitja þetta kjörtímabil til enda og tvö næstu kjörtímabil til viðbótar. Þannig að Bjarni Ben verður kominn langt á sextugsaldurinn þegar hann getur átt von á ráðherrastól.

 

 


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að ástand efnahagsmála og annara hluta í samfélaginu er að batna. Ég er ekki sammála þér varðandi lögfræðiálitið sem Seðlabankinn fékk hjá LEX og það álit/minnisblað sem aðallögfræðingur Seðlabankans lét fylgja með.

Þarna var Seðlabankinn sem er æðsta stjórnvald peningamála í landinu, að fá lögfræðiálit sem staðfest er af aðallögfræðingi bankans. Þetta gerist í þann mund þegar verið er að færa og verðmeta lánasöfn frá gömlu bönkunum til þeirra nýju.

Þetta lögfræðiálit hefði eitt og sér nægt til þess að Seðlabankinn og Viðskiptaráðherra hefðu átt að hlutast til um það að lánasöfn gömlu bankanna í gengistryggðum lánum, væru verðlögð mun lægra en gert var.

Talið er að vitneskja um ólögmæti gengistryggðu lánanna hefi legið hjá Seðlabankanum, fjármálafyrirtækjum og víðar.

ALLIR ÞÖGÐU - SEÐALBANKINN - VIÐSKIPTARÁÐHERRA - HVERS VEGNA.

FÓLK HEFUR MISST EIGUR SÍNAR - FLÚIÐ LAND - TEKIÐ LÍF SITT.

Ég hef gagnrýnt Gylfa Magnússon vegna þessa máls og finnst full ástæða til.

Hann hefur gert margt gott og á það sem hann á eins og allir, en þarna gerði hann mistök, því miður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.8.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæl Hólmfríður

Veit að þú hefur góðan tilgang en því miður hefur þú ekki rétt fyrir þér í þessu máli að mínum dómi. Gylfi hefur staðið sig frábærlega vel og fullyrði ég að enginn þingmaður fer í fötin hans í þessum málaflokki.

Þessi árás stjórnarandstöðuna á þennan mæta mann eru lítilmannleg og mjög ósanngjörn á allan hátt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.8.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki að kasta rýrð á Gylfa Magnússon sem ráðherra viðskipta í heild, nema síður sé.

Seðlabankinn og þar með Már Guðmunsdsson ásamt Gylfa Magnússyni Viðskiptaráðherra gerðu að mínum dómi þau mistök að koma ekki þessu lögfræðiáliti til skilanefnda gömlu bankanna.

Og fara þess jafnframt á leit að lánasöfnin í gengistryggðu lánunum yrðu tekin yfir í nýju bankanan með mun meiri afföllum en gert var.

Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi öllum þingmönnum bréf sumarið eða haustið 2009 þar sem hann varar einmitt við þessu sama, að ekki mætti meta þetta lánasafn sem lán í erlendri mynt.

Vil líka vekja athygli á því að Seðlabankinn var fljótur að senda frá sér álit um vexti á gengistryggðu lánin eftir dóma Hæstaréttar 16. júní.

Gylfi Magnússon tjáði sig um það álit og talaði um sanngirni. Nú er bara að bíða eftir dómi Hæstaréttar um vaxtakröfur Lýsingar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.8.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæl

Aftur sami misskilningurinn. Hvorki Seðlabanki né viðakiptaráðherra geta lagt fram lögfræðiálit til eftirbreytni. Það tekur engin slíka áhættu í þessari stöðu. Það verður einfaldlega að liggja fyrir dómsúrskurður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.8.2010 kl. 22:37

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er verið að tala um mál sem mikill vafi var/er á að stæðust lög, gengistrygginguna.

Ég álit að sá vafi sem lék á verðgildi þessara lánasafna hefði átt að nægja til að lækka verðmat á þeim milli gömlu og nýju bankanna.

Þannig hefð myndast borð fyrir báru og skellur vegna dóms á ólögmæti þeirra og notkunar á samningsvöxtum í stað vaxta Seðlabankans, hefði orðið minni.

Lögfræðiálit er ekki dómur og það veit ég vel. Það vita líka þeir sem gagnrýna verðmatið milli gömlu og nýju.

Þetta snýst einfaldlega um hve mikið er talið að fáist upp í kröfur og um slíkt er fjallað og samið milli aðila.

Við verðum að greina á milli embættifærslna ráðherra og persónu þeirra. Ég er ekki að gagnrýna persónuna Gylfa Magnússon (svara ekki fyrir aðra) heldur þá embættisfærslu að tala ekki meira mið af þeim möguleika 2009 að gengistryggningin yrði dæmd ólögmæt, sem síðar var gert.

Sama á við um starfsmenn Seðlabankans og þá sérstaklega Má Guðmundsson Seðlabankastjórna.

Til upplýsingar þá er aðalhagfræðingur Seðlabankans,  Þórarinn G. Pétursson, systursonur mannsins míns. Það kemur þó ekki í veg fyrir að ég gagnrýni starfsmenn Seðlabankans, þyki mér ástæða til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.8.2010 kl. 06:40

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Sælar ég verð að leggja smá orð í belg, en jú Gylfi hefur staðið sig ágætlega en þetta með lögfræði álitið er vægast sagt afar slæmt. að þegja yfir svo mikilvægu máli er eins og ef öryggisvörður myndi þegja yfir sprengju í kjallara seðlabankans af því að honum er í nöp við húsvörðin. Svona mál hvort sem um er að ræða álit eða fullyrðingar sem skipta sköpum eiga koma fyrir sjónir stjórnvalda og almennings og til að skera úr þeim á að leggja það fyrir dóm, en þá er annar þáttur sem menn reikna ekki alltaf með og það er löggjöfin sjálf, hún er gloppótt og ekki alltaf nógu skír.

Jón Svavarsson, 18.8.2010 kl. 14:55

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er nú komið í ljós að allur þessi málatilbúnaður á móti Gylfa er mesti stormur í vatnsglasi sem skollið hefur á þjóðina í langan tíma. 

Það voru auðvitað engin sérstök tíðindi að lögfræðiálit segði að þessi gengistryggðu lán væru hugsanlega ólögleg því að daginn eftir kom annað álit sem sagði að þau væru sennilega lögleg. 

Hvað á ráðherrann að gera í þessari stöðu.  Hann hvorki má né getur gert nokkurn skapaðan hlut.  Hann verður einfaldlelga að segja að bíða verði eftir dómsniðurstöðu í þessu máli. Það var nákvæmlega það sem Gylfi sagði og gerði. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.8.2010 kl. 21:51

8 Smámynd: Jón Svavarsson

Já ekki ætla ég að draga það í efa en engu að síður er þetta allt mjög vandræðalegt og óþægilegt fyrir þjóðina og ekki síst Gylfa. Því endurtek ég að svona mál eiga að fara upp á yfirborðið strax og láta taka fyrir í dómsölum. En þar fyrir utan þá er við lýði opinber okurlánastarfssemi, í formi hárra vaxta auk verðtryggingar sem ekki er látin koma niður á neinum nema lántakendum, ríkisstjórnin á sínum tíma tók úr sambandi verðtryggingu á persónuafsláttinn og hvað hefur hann hækkað mikið síðan? Verðtryggingin átti að vera til að tryggja sparifjáreigendum að tapa ekki sparifé sínu í verðbólgunni og jafna stöðu fólks, en hefur alls ekki gert neitt af því sem henni var ætlað, annað en að íþyngja lántakendum og gera þá ríku ríkari.

Jón Svavarsson, 18.8.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband