Réttlætið sigrar.

Allir réttsýnir menn hljóta að fagna því að Gylfi Magnússon ætli að gegna embætti sínu áfram og vonandi sem lengst. 

Það var ótrúlegt að fylgjast með ofsóknum firrtra einstaklinga og mér liggur við að segja vitgrannra einstaklinga á þennan mæta mann sem hefur unnið þjóðini mikið gagn.  Hvað er það sem rekur menn í svona skítkast.  Málstaðurinn er engin heldur virðist glórulaust hatur ráða ferðinni.

Mál er að linni.


mbl.is Gylfi situr áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Ritskoðunin í fullu gildi hjá minni ; )

Baldur Borgþórsson, 16.8.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert ágæt og alveg ljóst að flokksræðið hefur náð tökum á þér. Ertu sátt við ástandið og það sem er í gangi?

Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þér er óhætt að opna fyrir blogg frá mér því að skiptar skoðanir eru af því góða kveðja úr þingeyjarsveit

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 01:05

4 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Er það firring að spyrja sig hvort að viðskiptaráðherra hefði mögulega getað komið í veg fyrir allt að hundrað milljarða bakreikning úr sjóðum þess opinbera? Er það firring að spyrja hvort að viðskiptaráðherra hafi verið að svara réttri spurningu í þinginu sumarið 2009, hvort að hann hafi einfaldlega misskilið spurninguna eða hvort að hann hafi svarað viljandi ósatt?

Erum við vitgrönn að vera ósátt við það ef að Gylfi Magnússon hafði vitneskju sem að hefði getað komið í veg fyrir þá stöðu sem að upp er komið í bankakerfinu? Erum við vitgrönnu fyrir það að sýna fram á þá augljósu staðreynd að Gylfi Magnússon er tvísaga í málinu. Ýmist vissi hann ekki neitt, eða þá eins og nú að hann vissi um álit sem að var aðeins tekið fram af innanhúslögfræðingi þá skipti það ekki máli. Fyrirspurn Ragnheiðar Ríkarðsdóttur var einmitt um það sama og álit innanhúslögfræðingsins, gjaldeyrislánin, lán´bundin við gengi gjaldmiðla í stað neysluvísitölu.

Það er eitt að styðja Gylfa Magnússon en það nægir að segja að þú trúir honum. Að kalla aðra vitgranna og saka þá um hatur og skítkast í garð ráðherra sem að er tvísaga í sínum máflutningi er svo sem eitthvað sem að þú verður að eiga við þig, en það lýsir þér betur en okkur hinum sem að spyrjum mjög eðlilegra spurninga. Spurninga sem að Gylfi Magnússon hefur aðeins komið með frekar loðin svör við.

Jóhann Pétur Pétursson, 17.8.2010 kl. 02:23

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl og hafðu þökk fyrir opnun á skoðunum milli okkar landsmanna

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband